Yfirlit

Körfuboltaskólinn sem er fyrir krakka fædda 2002-2004 verður í Albir sem er rétt fyrir utan Benidorm. Flogið er til Alicante frá Keflavík en þaðan er um 40 mínútna rútuakstur á hótelið.
 
Mikil áhersla verður lögð á einstaklinginn í körfuboltaskólanum. 
 
Farið verður yfir bæði grunnatriði leiksins eins og knattrak og sendingar. Einnig verður farið í smáatriði í t.d fótavinnu og skothreyfingu hjá leikmönnum til þess að gera þá að betri leikmönnum. 
 
Þjálfararnir báðir hafa mikla reynslu á því að vinna með ungum leikmönnum og hjálpa þeim að verða betri leikmenn. Einnig verður farið vel yfir andlega þáttinn sem er svo mikilvægur í íþróttum. Það verður boðið uppá fyrirlestra um andlega þáttinn og krakkarnir vinna verkefni því tengdu. Svo verður boðið upp á tíma þar sem krakkarnir geta komið til þjálfarana og fengið góð ráð varðandi sinn leik.
 
 
Æft verður tvisvar á dag í Pau Gasol íþróttahöllinni.

Hvað er innifalið

  • Flug
  • Gisting
  • Íslensk farastjórn
  • Fullt fæði
  • Miði í skemmtigarð
  • 2 æfingar á dag
  • Rúta til og frá flugvelli
  • 20 kg taska

Albir Garden Resort

Albir Garden íþróttahótelið er frábærlega staðsett rétt hjá Benidorm í um 45 mínútna fjarlægð frá Alicante flugvelli. Þetta er frábært hótel með glæsilegum sundlaugagarði og öll aðstaða er til fyrirmyndar. Stutt frá hótelinu er úrval af bæði grasvöllum og gervigrasvöllum auk þess sem aðgengi er að góðum lyftingarsal. Hægt er að bóka æfingaleiki við lið á svæðinu og ekki nema 15 mínútna strætóferð bæði í skemmtigarð og Aqualandia sundlaugagarðinn.
 
Frá 179.900 kr. á mann

Eftir gríðarlega vel heppnaða handboltaskóla og knattspyrnuskóla er komið að því að setja upp körfuboltaskóla. Körfuboltaskólinn verður í Albir á Spáni, rétt hjá Benidorm. Æft verður undir stjórn Jóhanns Árna Ólafssonar leikmanns Grindavíkur sem og yfirþjálfari yngri flokka félagsins og Sverris Þórs Sverrissonar núverandi þjálfari Íslands- og bikarmeistara kvennaliði Keflavíkur ásamt því að vera fyrrverandi landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins. Auk þeirra munu erlendir leikmenn/þjálfarar vera þeim innan handar.

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

5602000

Aðrir áhugaverðir kostir