La Siesta er 4**** hótel staðsett á Playa de Las Americas ströndinni. Í næsta nágrenni við hótelið er  “Laugarvegurinn” svokallaði, verlsunarkjarnar, Hard Rock og flr. veitingastaðir, skemmtistaðir og ströndin.
 
Í sundlaugagarðinum er sundlaug, barnalaug, fín sólbaðsaðstaða, snakkbar og leiktæki fyrir börn. Tennisvöllur og blakvöllur er einnig á hótelinu ásamt heilsulind sem nýlega hefur öll verði endurnýjuð.
 
Í heilsulindinni er hægt að fara í nuddpotta, innilaug og gufu. Einnig er hægt að panta sér tíma í hinar ýmsu dekur meðferðir í heilsulindinni. Barnaklúbbur er starfræktur og yfir daginn og kvöldin er skemmtidagskrá í boði fyrir bæði börn og fullorðna. Bbq grillgleði er í boði á fimmtudagskvöldum fyrir gesti sem vilja skrá sig í það.
 
Herbergin eru rúmgóð með loftkælingu, síma, sjónvarpi, minibar og öryggishólfi (gegn gjaldi). Val eru um standard tvíbýli eða tvíbýli Alexander. Munurinn er að Alexander herbergin snúa út í garð og frítt er í heilsulindina. Þráðlaust net er á La Siesta en greitt er sérstaklega fyrir afnot af því. 
 
ATH ! Frá 16.11 - 16.12 verður unnið að viðgerð í sundlaugargarði La Siesta og verður því mikið um tilheyrandi hávaða og ónæði.
 

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Keflavík

Tenerife
Herbergi 1


Herbergi 2


Herbergi 3


Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir