Leikur að læra og Gaman Ferðir bjóða upp á faglegar og skemmtilegar endurmenntunarferðir fyrir einstaklinga og hópa til Alicante, Berlínar og Boston svona meðal annars. Ferðirnar eru 4 eða 5 daga með möguleika á framlengingu. Innifalið í pakkanum er "Leikur að læra" námskeið, einn dagur með tveimur skólaheimsóknum og 2 – 3 „frjálsir“ dagar. Hafið samband við Krístinu hjá Leikur að læra (kristin@leikuradlaera.is) til að fá nánari upplýsingar. Markmið "Leikur að læra" er að finna einfaldar og faglegar leiðir fyrir kennara til að gefa nemendum sínum tækifæri á læra í gegnum leiki og hreyfingu. Þannig kynnast nemendur þeirri vellíðan og auknu orku sem hreyfingin gefur og geta nýtt sér í framtíðinni. Nánari upplýsingar um "Leikur að læra": www.leikuradlaera.is