Limak Lara er aðlaðandi 5 stjörnu hótel með öllu inniföldu. Hannað í skemmtilegum stíl með austurlensku ívafi.
 
Standard herbergin eru rúmgóð, 32m2, hugguleg í austulenskum stíl, þau eru loftkæld með smábar, öryggishólfi, sjónvarpi, síma, hárþurrku svo eitthvað sé nefnt og rúma mest 2 fullorðna og 2 börn. Fjölskylduherbergin eru 65m2 og eru á 2 hæðum en svefnaðstaðan er á sömu hæð, 2 baðherbergi, 2 svalir, svefnherbergið er aðskilið með rennihurð þar sem annað baðherbergið er, einnig er bað í svefnherberginu. Hægt er að ganga beint út í sundlaugargarð frá herberginu.
 
Zen er aðalveitingastaður hótelsins og tekur allt að 1200 manns í sæti og þar er morgun-, hádegis- og kvöldverðarhlaðborð í boði. Fjöldi a la carte veitingastaða eru einnig á hótelinu gegn gjaldi, sem er 10 evrur og hægt að er njóta matar frá hinum ýmsu heimshornum hvort sem það tyrknesk, ítölsk, taílensk eða indversk matargerð, það er allt þetta og meira til í boði á Limak Lara. Barir, tehús og diskótek eru einnig í boði á hótelinu.
 
Á hótelinu eru 7 sundlaugar í glæsilegum hótelgarðinum, vatnsrennibrautir, barnalaug og einkaströnd fyrir framan hótelið þar sem er hægt að komast í hin ýmsu vatnasport, eins og t.d á bananabát og á sæþotu.
 
Frábær skemmtidagskrá er í boði á hótelinu og er alltaf nóg um að vera. Borðtennis, boccia, pílukast, tennis, keila er meðal þess sem hægt er að gera á hótelinu. Á kvöldin heldur svo skemmtidagskráin áfram með sýningum, tónlist og leikjum.
 
Vel útbúin líkamsrækt er á hótelinu og falleg heilsulind þar sem hægt er að komast í hinar ýmsu nudd og líkamsmeðferðir.
 
Það er alltaf líf og fjör í barnaklúbbnum og þar finna börnin eitthvað við sitt hæfi.
 
Limak Lara var endurnýjað árið 2015 og er sannkölluð fjölskylduparadís.

 

Samtals frá
238.900 kr.
Based on: , 1. jan. 2020

Keflavík

Antalya
Herbergi 1Herbergi 2


Herbergi 3


Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir