Yfirlit

Ferðatímabil
Föstudagurinn 26. apríl til mánudagsins 29. apríl. Hægt er að lengja ferðina með því að velja brottfaradag og heimfaradag. Ath. flogið er til London. Velja þarf morgunflug út og kvöldflug heim.
 
Hvernig bóka ég þessa ferð?
Til að bóka þessa ferð þá er leitarform hægra megin á síðunni. Þar getur þú valið um fjölda herbergja og gesta í hverju herbergi ásamt að velja ferðatímabil. Eftir að smellt hefur verið á leitarhnappinn er sýnd leitarniðurstaða. Leitarniðurstaðan sýnir valin hótel og flug.
 
Grunnpakkinn inniheldur flug, gistingu og miða á leikinn. 
 
Vinsamlegast athugaðu hvaða flugfélag og flugvöllur eru valdir í kaupferlinu. Í flestum ferðum okkar eru fjölmargir kostir í boði.
 
Þegar flug með WOW Air er valið fylgir með 20 kg ferðataska á hvern farþega en aðeins handfarangur (mismundandi stærð) hjá öðrum flugfélögum.
 
Ferð til og frá flugvelli
Frá London Gatwick er fljótlegast að taka Gatwick Express lestina á Victoria-stöðina í miðborg London, ferðatími um 30-35 mínútur. Frá Victoria-stöðinni er farið með Victoria-línunni að Euston lestarstöðinni. Frá Euston lestarstöðinni fara lestir til Liverpool. 
 
Frá London Stansted er fljótlegast að taka Stansted Express lestina annað hvort á Tottenham Hale, ferðatími 36 mín, eða London Liverpool Street, ferðatími 47 mínútur. Frá Tottenham Hale er farið með Victoria-línunni að Euston lestarstöðinni. Frá Liverpool Street er farið yfir á Moorgate lestastöðina og þaðan tekin Northen-línan að Euston. Frá Euston lestarstöðinni fara lestir til Liverpool
 
Frá London Luton er fljótlegast að taka lest. Ekki er lestarstöð á flugvellinum sjálfum. Tekin er Shuttle bus frá flugvellinum að Luton Parkway Station, gengur á 10 mínútna fresti. Frá Luton Parkway Station er tekin lest til King's Cross St. Pancras. Frá King's Cross St. Pancras má svo finna tengingar við aðrar lestar á yfrr á Euston lestarstöðina.. Einnig er hægt að taka rútu frá flugvellinum annað hvort National Express eða Green Line/Terravision. Svo er auðvita hægt að taka leigubíl frá flugvelli á Euston lestarstöðina.
 
Það er um að gera að skoða leiðina á Google Maps fyrir brottför.
 
ATH. Lestarferð til og frá Liverpool er ekki innifalin í verði.
 
Leikur
Leikur Liverpool og Huddersfield fer fram laugardaginn 27. apríl klukkan 15:00. Athugið að leiktíminn getur breyst vegna sjónvarpsútsendinga eða af öðrum ástæðum með stuttum fyrirvara.
 
Heimavöllur Liverpool heitir Anfield. Fljótlegast leiðinn á völlin er að taka strætó númer 917 frá St. Johns Lane á móti Lime Street Station og beint á völlinn. Ferðir hefjast 3 tímum fyrir leikinn. Ferðin tekur um 15 mínútur. 10 mínútur eftir leikinn hefjast ferðir aftur í miðbæ Liverpool. 
 
Einnig er hægt að taka leigubíl frá miðbænum. Taxi One rekur taxibus frá St. Johns Lane og beint á Anfield. Ferðir hefjast 3 og 1/2 tíma fyrir leikinn.
 
Anfield Code Lounge Lower Tier, sæti í Block L11 eða L12 í Main Stand, leikskrá, drykkir í hálfleik, aðgangur að bar fyrir og eftir leik, 
Miðarnir á leikinn eru afhentir á hótelinu eða sendir með tölvupóstur fyrir brottför.
 
Netgíró
Núna er hægt að greiða með Netgíró á vefsíðu okkar. Þegar kemur að greiðslu þá er hægt að velja um greiðslukort eða Netgíró.
 
Kortalán / Pei
Kortalán Valitors gerir Gaman Ferðum kleift að bjóða korthöfum einfalda og örugga greiðsludreifingu við kaup á ferðum hjá okkur. Greiðsluskipting vegna ferðakaupa getur verið í 3 til 12 mánuði og eru vextir breytilegir. Hámarksheimildir miðast við úttektarheimild, skuldastöðu, aldur og viðskiptasögu korthafa. Hafðu samband í síma 560-2000 eða sendu póst á gaman@gaman.is ef þú hefur áhuga á því borga ferðina með kortaláni eða Pei.

Hvað er innifalið

  • Flug
  • Gisting
  • Miði á leikinn
  • 20 kg ferðataska (bara WOW air)

Frá 159.900 kr. á mann

Það er einstök tilfinning að fara á leik á Anfield. Stuðningsmenn Liverpool kunna svo sannarlega að styðja sitt lið. Nú eru það leikmenn Huddersfield sem koma í heimsókn. Í þessari ferð er flogið til Manchester. Komdu með og upplifðu einstaka skemmtun beint í æð. Þetta verður bara GAMAN!

Hafðu samband

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

560 2000

Aðrir áhugaverðir kostir