Ferðatímabil
Flogið er út föstudaginn 13. apríl og heim mánudaginn 16. apríl
 
Hvernig bóka ég þessa ferð?
Til að bóka þessa ferð þá er leitarform hægra megin á síðunni. Þar getur þú valið um fjölda herbergja og fjölda gesta í hverju herbergi. Eftir að smellt hefur verið á leitarhnappinn er sýnd leitarniðurstaða. Leitarniðurstaðan sýnir valin hótel og flug. Flogið er til Manchester. Við bjóðum upp á 3* eða 4* hótel miðsvæðis í Manchester. Þú ákveður sjálfur hvort þú vilt hafa morgunverð með herbergi eða ekki.
 
Grunnpakkinn inniheldur flug, gisting í 3 nætur og miði á leikinn.
 
Ferð til og frá flugvelli
Það er best að taka lestina af flugvellinum í miðbæinn til Manchester Piccadilly. Þaðan er síðan hægt að taka leigubíl eða ganga á hótelið. Svo er auðvita hægt að taka leigubíl frá flugvellinum á hótelið. Það er um að gera að skoða leiðina á Google Maps fyrir brottför.
 
Leikur
Leikur Man Utd og WBA fer fram laugardaginn 14. apríl klukkan 15:00. Athugið að leiktíminn getur breyst vegna sjónvarpsútsendinga eða af öðrum ástæðum með stuttum fyrirvara.
 
Heimavöllur Man Utd heitir Old Trafford. Til að komast á völlinn er hægt að fara með Tram/Metrolink frá Manchester Piccadilly. Á leikdegi er álag á lestarkerfinu og því gæti verið betra að fara tímalega af stað.
 
Miði á langhlið vallarins, block N3408 og leikskrá. Eftir leik er móttaka og tveggja rétta máltíð.
Miðarnir á leikinn eru afhentir á hóteli við komu eða sendir í tölvupósti stuttu fyrir brottför.
 
Kortalán / Netgíró / Pei
Kortalán Valitors gerir Gaman Ferðum kleift að bjóða korthöfum einfalda og örugga greiðsludreifingu við kaup á ferðum hjá okkur. Greiðsluskipting vegna ferðakaupa getur verið í 3 til 12 mánuði og eru vextir breytilegir. Hámarksheimildir miðast við úttektarheimild, skuldastöðu, aldur og viðskiptasögu korthafa. Hafðu samband í síma 560-2000 eða sendu póst á gaman@gaman.is ef þú hefur áhuga á því borga ferðina með kortaláni eða Netgíró.

Hvað er innifalið

  • Flug
  • Gisting
  • Miði á leikinn

Samtals frá
134.900 kr.
Verð eru breytileg og stýrast af
bókunarstöðu á hótelum og flugi.

Hvað gerist á Old Trafford að þessu sinni? Að þessu sinni eru það leikmenn WBA sem mæta á svæðið í ensku úrvalsdeildinni. Þetta verður bara GAMAN! Komdu með og upplifðu einstaka skemmtun beint í æð.


Keflavík

Manchester

13. apríl

16. apríl


Herbergi 1

Herbergi 2

Herbergi 3

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

560 2000

Aðrir áhugaverðir kostir