Labranda Marieta er 4 **** hótel  aðeins fyrir fullorðna og er staðsett á Ensku ströndinni í 300 metra fjarlægð frá baðströndinni. Í sundlaugagarði hótelsins er upphituð útisundlaug, sólbaðsaðstaða og sundlaugabar.
Þakverönd er á hótelinu með 360° glæsiútsýni en þar er líka rúmgóð sólbaðsaðstaða með sólbekkjum og cabana. Panarmico chillout er bar sem er á þakveröndinni og er hann opinn allan daginn til kl 23:00 á kvöldin. Mikið setusvæði er á þakveröldinni bæði í sól og í skýli.
 
Gestir hótelsins hafa aðgang að líkamsrækt á hótelinu auk gesta frá Bronze Playa og Playa Bonita. Í heilsulindinni er hægt að panta nudd og snyrtimeðferðir gegn auka gjaldi.
 
Í næsta nágrenni eru Maspolamas sandöldurnar. Verslanir, barir og veitingastaðir eru í 5 mín göngufjarlægð.
 
Hlaðborðs máltíðir eru á veitingastað Marieta hótelsins þar sem alþjóðlegir réttir eru á boðstólnum. Veitingastaðurinn er opinn allan daginn og er hægt að sitja innan- og utandyra. Á kvöldin er skemmtidagskrá á hótelinu.
 
Á herbergjum hótelsins eru ísskápur, flatskjár með gervihnattarásum, sími, baðherbergi með sturtu og hárblásara, öryggishólf (leiga) og garður eða svalir. Sum herbergjanna bjóða upp á sjávarsýn þar sem litrík sólarupprás og sólsetur leika um himininn. Þráðlaust net er aðgengilegt á hótelinu og er ókeypis gestum Marieta.
 
Hótelið býður upp á sólarhringsmóttöku, er á 6 hæða með lyftu.
 
Val er um hálft fæði eða allt innifalið.
 

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Keflavík

Kanarí
Herbergi 1


Herbergi 2


Herbergi 3


Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir