Marylanza Suite & Spa er mjög góð 4**** íbúðagisting á Playa de Las Americas svæðinu, staðsett við nýju Parque Santiago 6 verslunarmiðstöðina og golfvöllinn. Það eru sirka 900 metra í miðbæ Los Christianos og 1,5 km í miðbæ Playa de Las Americas.
 
Hótelgarðurinn er stór og fallegur með þremur stórum sundlaugum og barnalaug. Leiksvæði er fyrir börnin og snakkbar í garðinum sem býður upp á léttar veitingar og drykki. Heilsulindin og líkamsræktaraðstaðan á Marylanza er eins og hún gerist best og þykir með þeim glæslegustu á Tenerife.
 
Íbúðirnar sem Gaman Ferðir bjóða upp á eru með einu eða tveimur svefnherbergjum. Tveggja herbergja íbúðirnar eru á tveimur hæðum með tveimur baðherbergjum. Allar íbúðir eru með stofu, eldhúsi, svefnherbergi, baðherbergi/-um, svölum eða verönd. Öryggishólf er á íbúðum en greitt er sérstaklega fyrir afnot af því. Þráðlaust net er á sameiginlegum svæðum hótelsins og garðinum og er verið að setja það á allar íbúðir líka.
 
Tveir veitingastaðir eru á hótelinu ásamt bar í gestamóttöku og Disco bar en þar eru skemmtanir nokkur kvöld í viku fyrir börn og fullorðna. Þeir sem taka “allt innifalið” mega borða 1x per viku á A la carte veitingastaðnum. Hægt er að kaupa gistingu með morgunverði, hálfu fæði eða allt innifalið.

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Keflavík

Tenerife
Herbergi 1


Herbergi 2


Herbergi 3


Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir