Mediterranean Palace Hotel er eitt best staðsetta hótelið á Playa de las Americas. Þetta vinsæla fjölskylduhótel er 5 stjörnu og býður upp á frábæran sundlaugagarð með fallegri sólbaðsaðstöðu, skemmtilegum gosbrunnum, barnalaugum og mjög stórri sundlaug.
 
Á hótelinu eru 4 veitingastaðir og barir þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Hægt er að borða á aðalveitingastað hótelsins þar sem morgun-, hádegis- og kvöldverðarhlaðborð eru í boði. Snakkbar, strandbar og safabar eru einnig í boði.
 
Á hótelinu er snyrtistofa og heilsulind þar sem er dásamlegt að slaka á og hlaða batteríin. Einnig er vel búin líkamsræktarstöð þar sem hægt er að nota tækin eða fara í tíma eins og spinning, pilates og fleira. 
 
Börn hafa aðgang að skemmtilegu leiksvæði bæði inni og úti og barnaklúbburinn "Club Mare Kids" er í boði fyrir börn á meðan dvöl stendur.  Leiksvæðið inni er alveg frábært, með flottu boltalandi og skemmtilegum leiktækjum svo eitthvað sé nefnt. 
 
Sannkallað fjölskylduhótel þar sem strönd, verslanir og veitingastaðir eru í göngufjarlægð enda hótelið staðsett á frábærum stað á Playa de las Americas.
 

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið


Tenerife
Herbergi 1Herbergi 2


Herbergi 3


Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir