Yfirlit

Ferðatímabil

Flogið er út föstudaginn 28. september og heim mánudaginn 1. október. Innifalið í verði er flug (London Gatwick), gisting í þrjár nætur með morgunverði, 20 kg ferðataska, 10 kg handfarangur og VIP miði á tónleikanna.
 
Hvernig bóka ég þessa ferð?
Til að bóka þessa ferð þá er bókunarhnappur hægra megin á síðunni. Smellir á hann og eftir það fylgir þú næstu skrefum til að klára bókun
 
Hótel
Gist er á 4* hóteli miðsvæðis í London í þrjár nætur með morgunverði, Holiday Inn Kensington Forum.
 
Til að bóka einbýli vinsamlegast sendið tölvuóst á netfangið jonoli@gaman.is. Aukakostnaður við einbýli er 30.000 kr.
 
Ferð til og frá flugvelli
Frá London Gatwick er fljótlegast að taka Gatwick Express lestina á Victoria-stöðina í miðborg London, ferðatími um 30-35 mínútur. Frá Victoria-stöðinni er tekin Circle eða District lína yfir á Gloucestser Road stöðina. Þaðan er svo 3-5 mínútna gangur að hótelinu. Svo er auðvita hægt að taka leigubíl frá Victoria-stöðinni á hótelið. 
 
Einnig er hægt að taka strætó eða leigubíl frá flugvellinum á hótelið. 
  
Það er um að gera að skoða leiðina á Google Maps fyrir brottför.
 
Tónleikar
Tónleikar Michael Bublé fara fram í O2 Arena höllinni þann 29. september.  Þetta eru VIP-miðar í sæti (block 102). Þessum miðum fylgir aðgangur að American Express Lounge í O2 Arena.
 
Miðar á tónleikanna eru afhentir á hóteli við komu eða sendir í tölvupósti stuttu fyrir brottför.
 
O2 Arena
Best er að taka neðanjarðarlestina á tónleikana en næsta stöð við tónleikahöllina O2 Arena er North Greenwich en sú lestarstöð er á Jubilee-línunni. 
 
Frá hótel er farið á Glocester Road lestarstöðina og farið með Piccadilly-línunni að Green Park. Þar er skipt um og farið í Jubilee-línuna að North Greenwich lestarstöðinni.
 
Netgíró
Hægt er að greiða með Netgíró á vefsíðu okkar.
 
Kortalán / Pei
Kortalán Valitors gerir Gaman Ferðum kleift að bjóða korthöfum einfalda og örugga greiðsludreifingu við kaup á ferðum hjá okkur. Greiðsluskipting vegna ferðakaupa getur verið í 3 til 12 mánuði og eru vextir breytilegir. Hámarksheimildir miðast við úttektarheimild, skuldastöðu, aldur og viðskiptasögu korthafa. Hafðu samband í síma 560-2000 eða sendu póst á gaman@gaman.is ef þú hefur áhuga á því borga ferðina með kortaláni eða Pei.
 

Hvað er innifalið

  • Flug
  • Gisting
  • Miði á tónleika
  • 20 kg ferðataska

 

Frá 124.900 kr. á mann

Laugardagskvöldið 29. september verður Michael Bublé með tónleika í O2 Arena í London. Við hér hjá Gaman Ferðum náðum í nokkra miða á þessa og verðum að sjálfsögðu með ferð á þessa flottu tónleika. Tónleikarnir fara fram í The O2-höllinni í London.

Hafðu samband

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

560 2000

Aðrir áhugaverðir kostir