26.- 28. maí – New York

Flogið verður með WOW air til New York  kl 21:10-23:25 (JKF). Gist verður tvær nætur í New York áður en að sigling hefst. 

28.- 30. maí á siglingu
 
Farið verður um borð á Carnival Horizon upp úr hádegi og akkerum lyft kl 17:00. Næstu tvo daga verður siglt á leið í Karíbahafið. Farþegar njóta sín um borð og nýta sér fjölbreytta afþreyingu sem Carnival Cruises býður uppá. 
 
31. maí Grand Turk 
 
Komið er til Grand Turk að morgni kl 07:00. Farþegar eyða deginum á eyjunni og hægt er að snorkla í tærum sjónum á kóralarifinu, flatmaga í silkimjúkum gylltum sandinum eða  fara á hestbak á ströndinni. Carnival Horizon  fer frá Grand Turk seinnipart dags eða kl 14:30.
 
1. júní San Juan 
 
Komið er til San Juan kl 10:00 og hér geta farþegar bókað sig í mismunandi skoðunarferðir á vegum sem Carnival Cruises býður upp á. Má þar nefna. Hellaskoðun, útreiðatúr um eyjuna. Rútuferð um regnskóginn El Yunque.  Fyrir þá sem vilja bara algjöra afslöppun geta notið sín á Viva Beach Club baðað sig í sjónum og sólað sig. Carnival Horizon fer frá San Juan kl 17:00.
 
2. júní Amber Cove 
 
Komið er til Amber Cove kl 08:00 og á þessari dásemdar eyju er hægt að eyða deginum á fjórhjóli, hestbaki, kafa eða hreinlega bara liggja á ströndinni og fá sér sundsprett í tærum sjónum. Carnival Horizon fer frá Amber Cove kl 15:00
 
3.- 4. júní á siglingu 
 
Næstu tveim dögum verður varið á sjó. Farþegar geta látið dekra við sig í
heilsulindinni eða sötra kokteila og liggja í sólbaði á sólarþilfari skipsins. 
 
5.-7. júní New York 
 
Komið er til New York að morgni kl 08:00. Farþegar verða að vera farnir frá borði ekki seinna en kl 11:00. Gist verður í eina nótt í New York áður er flogið verður heim til Íslands. Flogið er með WOW air Kl 00:40-10:45 (JKF) 7. júní, ath farþegar skila herbergi á hádegi í New York 6. júní og fara upp á flugvöll að kvöldi sama dag.
 
Gott að vita
Ekki eru notaðir peningar um borð í skipinu heldur er notast við kort sem skipafélagið afhendir og á bakvið það er debet eða kreditkort farþega. Greitt er í dollurum fyrir alla auka þjónustu um borð. Áður en ferðin hefst er stofnaður reikningur með debet eða kreditkorti og tekur Carnival Cruise strax frá heimild á kortinu í byrjun ferðar sem eru um það bil 24 þús. kr. ISK. Það er til þess að tryggja að innistæða sé á kortinu fyrir mögulegri þjónustu og vöru sem farþegar gætu viljað nýta sér um borð.
Það er hægt að kaupa þrjá mismunandi aðganga til þessa að komast á internetið. En hafa skal í huga að þó að keyptur sé dýrasti pakkinn er netsambandið á skipinu ekki fullkomið. Það er t.d ekki hægt að fara inn á kóðaðar heimasíður eins og heimabanka. Eins ræður netið ekki við myndskeið og er lengi að hlaða niður myndum. Það er ekki símasamband um borð á skipinu þegar skipið er á siglingu.
Klefarnir sem eru með svölum eru staðsettir á fjórða og fimmta þilfari og eru klefarnir 20- 22 fm. Innri klefarnir eru staðsettir á sjötta og sjöunda þilfari og eru 17 fm.
 
Kortalán/Netgíró
Kortalán Valitors og Netgíró gerir Gaman Ferðum kleift að bjóða korthöfum einfalda og örugga greiðsludreifingu við kaup á ferðum hjá okkur. Greiðsluskipting vegna ferðakaupa getur verið í 3 til 12 mánuði og eru vextir breytilegir. Hámarksheimildir miðast við úttektarheimild, skuldastöðu, aldur og viðskiptasögu korthafa. Hafðu samband í síma 560-2000 eða sendu póst á gaman@gaman.is ef þú hefur áhuga á því borga ferðina með kortaláni eða með Netgíró.
Instagram/Twitter
Það er um að gera að ef þú ert að setja inn myndir úr ferðinni á Instagram/Twitter að merkja myndirnar #gamanferdir
 
Farangursheimild
Innifalið í verði er ein 20 kg taska. Hver gestur má hafa með sér eina tösku í handfarangri, þó ekki stærri en 42x32x25 cm. Auk þess má hafa meðferðis fríhafnarpoka. Ekki er leyfilegt að hafa vökva í handfarangri. Hámarksþyngd handfarangurs er 10 kg.
 

 

Hvað er innifalið

Innifalið í verði

Innifalið er flug til og frá New York  með WOW air, 20 kg taska, handfarangur samkvæmt WOW air gisting í tvær nætur í New York fyrir siglingu og eina nótt eftir siglingu á 4**** hóteli. Skemmtisigling í átt nætur á Carnival Horizon, klefi með svölum og fullu fæði, þjórfé, hafnargjöld og skattar. 
 
Ekki innifalið
Skoðunarferðir á áfangastöðum skipsins.  
Morgunverður á hóteli í New York
Áfengir drykkir – ATH hægt er að kaupa drykkjapakka fyrir 57 dollar pr. dag.  
Annað sem ekki er tekið fram í ferðalýsingu
 

Samtals frá
314.900 kr.
Based on: , 1. jan. 2020

New York og Vestur Karíbahaf, sigling með Carnival Horizon
26. maí -7. júní. – 11 nætur
New York – Grand Turk – San Juan – Amber Cover- New York 
Gaman Ferðir bjóða upp á ævintýralega skemmtiferðasiglingu á skipinu Carnival Horizon. Þetta er tólf daga ferð en flogið verður til New York  og gist þar í tvær nætur áður en að siglingin hefst. Siglingin stendur yfir í átta nætur og stoppað verður á þremur ævintýralegum  stöðum í Karíbahafinu. Eftir siglinguna verður gist í eina nótt í New York. Þetta er sannkölluð dekur og lúxusferð. Skemmtiferðasigling er upplifun sem gleymist aldrei. Komdu með okkur að verður svo ótrúlega Gaman. 
 


Keflavík

New York

26.05.2018

07.06.2018


Herbergi 1Herbergi 2


Herbergi 3


Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

560 2000

Aðrir áhugaverðir kostir