Ferðatímabil
Flogið er út föstudaginn 8. mars og heim mánudaginn 11. mars. 
 
Hvernig bóka ég þessa ferð?
Til að bóka þessa ferð þá er leitarform hægra megin á síðunni. Þar getur þú valið um fjölda herbergja og gesta í hverju herbergi ásamt að velja ferðatímabil. Eftir að smellt hefur verið á leitarhnappinn er sýnd leitarniðurstaða. Leitarniðurstaðan sýnir valin hótel og flug.
 
Grunnpakkinn inniheldur flug, gistingu og miða á leikinn.
 
Vinsamlegast athugaðu hvaða flugfélag og flugvöllur eru valdir í kaupferlinu. Í flestum ferðum okkar eru fjölmargir kostir í boði.
 
Þegar flug með WOW Air er valið fylgir með 20 kg ferðataska á hvern farþega en aðeins handfarangur (mismundandi stærð) hjá öðrum flugfélögum.
 
Ferð til og frá flugvelli
Frá flugvelli í Edinborg er tekin lest á Haymarket lestarstöðina, tekur um það bil 20 mínútur. Frá Haymarket lestarstöðinni er tekin lest til Newcastle Central Station, tekur um það bil 1 klukkustund og 50 mínútur.
 
Allar nánari upplýsingar um lestarferðir til Newcastle frá Edinburgh fást á vefsíðu www.virgintrains.co.uk. og www.thetrainline.com. Gott er að skoða vel lestaferðarnar því ýmsir valmöguleikar eru í boði.Athugið að það er dýrara að ferðast á annatímum (7-9 og 16-18). 
 
ATH. Lestarferð til og frá Newcastle er ekki innifalið í verði.
 
Leikur
Leikur Newcastle og Everton fer fram laugardaginn 9. mars klukkan 15:00. Athugið að leiktíminn getur breyst vegna sjónvarpsútsendinga eða af öðrum ástæðum með stuttum fyrirvara.
 
Heimavöllur Newcastle heitir St. James Park. Hægt er að fara á völlinn með Metro eða stræto. Nánari upplýsingar má finna hér
 
Miðarnir á leikinn eru á sérsvölum í Gallowgate 
Miðarnir eru sendir í tölvupósti stuttu fyrir brottför eða sóttir í South West móttökunni (inngangur inn í Gallowgate).
 
Netgíró
Núna er hægt að greiða með Netgíró á vefsíðu okkar. Þegar kemur að greiðslu þá er hægt að velja um greiðslukort eða Netgíró.
 
Kortalán / Pei
Kortalán Valitors gerir Gaman Ferðum kleift að bjóða korthöfum einfalda og örugga greiðsludreifingu við kaup á ferðum hjá okkur. Greiðsluskipting vegna ferðakaupa getur verið í 3 til 12 mánuði og eru vextir breytilegir. Hámarksheimildir miðast við úttektarheimild, skuldastöðu, aldur og viðskiptasögu korthafa. Hafðu samband í síma 560-2000 eða sendu póst á gaman@gaman.is ef þú hefur áhuga á því borga ferðina með kortaláni eða Pei.

 

Hvað er innifalið

  • Flug
  • Gisting
  • Miði á leikinn
  • 20 kg ferðataska (bara WOW air)

Samtals frá
74.900 kr.
Verð eru breytileg og stýrast af
bókunarstöðu á hótelum og flugi.

Hvað gerist á St. James Park að þessu sinni? Að þessu sinni eru það leikmenn Everton sem mæta á svæðið í ensku úrvalsdeildinni. Þetta verður bara gaman. Komdu með og upplifðu einstaka skemmtun beint í æð.


Keflavík

Newcastle
Herbergi 1

Herbergi 2

Herbergi 3

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

560 2000

Aðrir áhugaverðir kostir