Hótel Oasis Park er 4****  gott hótel staðsett í göngufæri frá ströndinni. Hótelið er staðsett í miðbæ Salou í nágrenni við verslanir og veitingastaði.  Stór og góð gestamóttaka er á hótelinu. Í garði hótelsins eru tvær sundlaugar og barnalaug með rennibraut og leiktækjum fyrir þau yngstu. Góð aðstaða til sólbaða er á hótelinu. Snakkbar og hlaðborðsveitingastaður er á hótelinu.
 
Skemmtidagskrá er á daginn og kvöldin fyrir börn og fullorðna auk þess er barnaklúbbur starfræktur á hótelinu.
 
Herbergin eru vel búin með loftkælingu, sjónvarpi og svölum.  Hugguleg heilsulind er á hótelinu og  býður uppá heitan pott, gufubað og tyrknest bað. Hægt er að panta í nudd og snyrtimeðferðir.
 
Oasis Park er aðeins í um 3 km akstursfjarlægð frá Port Aventura skemmtigarðinum.
 
Hótelið tekur mest 4 fullorðna eða 3 fullorðna og 1 barn.
 
Sérstakur gistiskattur er á öllum hótelgistingum í Katalóníu og þarf hver farþegi að greiða 1 evrur pr. mann pr. nótt, þó ekki meira en fyrir sjö nætur og greiðist þetta beint til hótelsins.

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Keflavík

Salou
Herbergi 1Herbergi 2


Herbergi 3


Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir