Olympic Park er frábært fjölskylduhótel í Lloret de Mar en þar er stór og glæsilegur garður með 6 sundlaugum. Sumarið 2014 var opnað sérstakt sundleiksvæði fyrir börnin með vatnsrennibrautum og sjóræningjaskipi. Í garðinum eru leiksvæði og leiktæki fyrir börnin. 
 
Tennisvöllur, borðtennis, skvass, mjög góð líkamsræktaraðstaða, sauna og nuddpottar er í boði fyrir hótelgesti. 
 
Öll herbergin hafa verið endurnýjuð frá því 2014 og eru þau útbúin helstu þægindum eins og síma, sjónvarpi, öryggishólfi, loftkælingu og svölum. 
Tvíbýli – Plus Room – herbergið er frekar lítið en í því eru tvö queen size rúm 2 x 150 cm. 
Hýsir mest 3 fullorðna og barn.
 
 
Á Olympic Park er skemmtidagskrá á daginn og kvöldin fyrir börn og fullorðna. Veitingastaður, bar og snakkbar í garðinum. Wi-fi á hótelinu er mögulegt gegn gjaldi.
 
Sérstakur gistiskattur er á öllum hótelgistingum í Katalóníu og þarf hver farþegi að greiða 1 evrur pr mann pr nótt, þó ekki meira en fyrir 7 nætur og greiðist þetta beint til hótelsins.
 
Hótelið tekur mest 2 fullorðna og 2 börn eða 3 fullorðna.
 

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Keflavík

Lloret de Mar
Herbergi 1Herbergi 2


Herbergi 3


Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir