Palm Beach er 4* hótel staðsett í 8 mínútna göngufæri frá Levante ströndinni í rólegri hluta Benidorm. Í næsta nágrenni eru veitingastaðir, súpermarkaður og diskótek. Palm Beach er í 1 km fjarlægð frá miðbæ Benidorm, en aðeins 10-15 mínútna göngufjarlægð frá skemmtigörðunum Aqualandia og Mundomar.
 
Garður hótelsins er bæði með inni og útisundlaug auk sólbekkja og sólhlífa. Á Palm Beach er líkamsræktarstöð sem er opin allt árið og gufubað. Fyrir yngri kynslóðina er fótboltavöllur, borðtennis, spjótkast og tómstundasmiðja (1.júní-30.sept). Kvöldskemmtun er í boði fyrir alla aldurshópa. Einnig er diskótekið El Templo á hótelinu.
 
Á Palm Beach er hlaðborðsveitingastaður þar sem boðið er upp á morgun- hádegis- og kvöldverð. Þar eru framreiddir alþjóðlegir réttir í bland við spænska. Á kaffihúsi hótelsins er hægt að panta sér léttar veitingar.
 
Herbergin eru rúmgóð með loftkælingu, flatskjá, hárþurrku, ísskáp (gegn aukagjaldi), þrifum 1 sinni á dag og svölum eða garði.
 
Á hótelinu er hægt að leigja vespu og hjólastóla gegn auka gjaldi. Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn. 3 lyftur eru á hótelinu sem er 10 hæða. Þráðlaust internet er án endurgjalds fyrir gesti hótelsins.
 
Val er um morgunmat, hálf fæði, fullt fæði eða allt innifalið.
 
Hótelið tekur mest 2 fullorðna og 2 börn eða 3 fullorðna.
 
Þeir gestir sem dvelja 7 nætur eða fleiri á hótelinu fá frían aðgang að Aqualandia eða Mundomar. Þeir gestir sem dvelja í 14 nætur eða lengur fá fríann aðgang að báðum görðum. 

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Keflavík

Benidorm
Herbergi 1Herbergi 2


Herbergi 3


Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir