Park Plaza Victoria er glæsilegt 4 stjörnu hótel í hjarta London. Herbergin eru nútímaleg og rúmgóð með flatskjá, loftræstingu og fríu þráðlausu interneti.
Á hótelinu er líkamsrækt og gufubað. Ítalski veitingastaðurinn og barinn TOZI er á hótelinu. Þar eru ekta ítalskir smáréttir bornir fram með ítölskum kokteilum.
Í næsta nágrenni við hótelið:
• Buckingham Palace er aðeins í 1 km fjarlægð
• Big Ben er í 1,6 km fjarlægð
• Westminister Abbey er í 1,3 km fjarlægð
• Hellingur af verslunum og veitingastöðum eru í Victoria hverfinu, þar sem hótelið er
• Oxford Street er í 3 km fjarlægð
• Hyde Park er í 1,8 km fjarlægð
Næsta lestarstöð
Neðanjarðarlestarstöðvarnar sem eru næst Park Plaza Victoria eru:
Victoria og er aðeins í 200 m göngufjarlægð frá hótelinu.
Ferðast til og frá flugvelli
Best er að taka Gatwick Express lestina beint á Victoria og tekur sú lestarferð um 32 mínútur.
Þaðan er 200 metra gangur að hótelinu.