Yfirlit

 

Sælkeraferð til Brussel með Alberti og Svanhvíti

 

Þetta er einstaklega skemmtileg ferð með frábærum fararstjórum sem kynna þér matarmenningu Brussel. Borgin er einstaklega skemmtileg á vorin þegar gróðurinn er farinn að lifna við og fuglasöngur ómar um borgina. Brussel er fræg matarborg og þar kennir áhrifa víðs vegar að úr heiminum. Flestir tengja krækling og franskar kartöflur við Belgíu. Belgía er einnig þekkt fyrir víðfræga bjórmenningu. Eitt af frægustu kennileitum Brussel er Manneken pis, litla styttan af pissustráknum. Finna má litlar jafnt sem stórar súkkulaði búðir víðsvegar um borgina og gleðja súkkulaðilistaverkin augu ferðamanna. 

 

Hótelið er mjög fallegt og vel staðsett. Morgunverðurinn þar er einstaklega fjölbreyttur og glæsilegur. 

 

Þetta er bragðgóð matarferð sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.

 

Fararstjórar ferðarinnar eru Albert Eiríksson og Svanhvít Valgeirsdóttir

 

Albert er mikill mataráhugamaður er annálaður gestgjafi. Hann heldur úti einni vinsælustu matarbloggsíðu landsins alberteldar.com.

 

Svanhvít er myndlistarkona og förðunarmeistari. Hún hefur búið í Brussel í fimm ár og vinnur að myndlistinni í vinnustofu heima hjá sér.

 

Dagskrá ferðarinnar

9. maí 

Við komu í Brussel bíða fararstjórar eftir hópnum og halda með hópinn í áætlunarbifreið á Thon Hotel Brussel þar sem gist verður í 4 nætur. Eftir innritun á hótel er dagurinn frjáls.

Hægt að fara í frábært nýtt mall eða rölta um verslunargötuna sem er steinsnar frá hótelinu.

 

10. maí

Farið verður í gönguferð um borgina, komið við á vöfflukaffihús,  rölt um súkkulaðigötuna, miðbærinn skoðaður og allt það helsta sem Brussel hefur uppá að bjóða.

 

11. maí

Frjáls tími fyrripartinn, eftir það er farið á matarmarkað og síðan haldið á belgískan veitingastað og bragðað á einstaklega ljúffengum réttum að hætti heimamanna.

 

12.maí

Frjáls dagur.  Um kvöldið verður farið út að borða  þar sem matarmenning Belga er kynnt.

 

13. maí lagt verður af stað frá hótelinu kl 9:30 fyrir flug til Keflavíkur, brottför kl 12:25.

 

Verð

 

Verð pr mann er 119.900 kr.

 

Innifalið í verði er flug, skattar, gisting í tveggja mannaherbergi á Thon hotel Brussel City Centre, akstur til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn, gönguferð um borgina

 

Aukagjald vegna einbýlis er 30.000 kr

 

Ekki innifalið máltíðir á kaffi og veitingahúsum.

 

ATH greiða þarf sérstakan gistiskatt á hótelinu 4,5 euro pr nótt á hvert herbergi, þessi skattur er greiddur á staðnum.

 

Flugferðin

 

Flogið er með WOW air til og frá Brussel.

 

Brottför miðvikudaginn 9. maí kl 06:15 lending kl 11:35 að staðartíma.

Heimkoma sunnudaginn 13. maí kl 12:25  lending í Keflavík kl 13:50 að staðartíma.

 

Farangursheimild

 

Innifalið í verði er ein 20 kg taska. Hver gestur má hafa með sér eina tösku í handfarangri, þó ekki stærri en 42x32x25 cm. Auk þess má hafa meðferðis fríhafnarpoka. Ekki er leyfilegt að hafa vökva í handfarangri. Hámarksþyngd handfarangurs er 10 kg.

 

Lámarksþáttaka í ferðina er 15 manns náist sú þáttaka ekki áskilur ferðaskrifstofan sér rétt til að fella niður ferðina.

 

Kortalán/Netgíró

 

Kortalán Valitors gerir Gaman Ferðum kleift að bjóða korthöfum einfalda og örugga greiðsludreifingu við kaup á ferðum hjá okkur. Greiðsluskipting vegna ferðakaupa getur verið í 3 til 12 mánuði og eru vextir breytilegir. Hámarksheimildir miðast við úttektarheimild, skuldastöðu, aldur og viðskiptasögu korthafa. Hafðu samband í síma 560-2000 eða sendu póst á gaman@gaman.is ef þú hefur áhuga á því borga ferðina með kortaláni eða með Netgíró.

 

Instagram/Twitter

 

Það er um að gera að ef þú ert að setja inn myndir úr ferðinni á Instagram/Twitter að merkja myndirnar #gamanferdir

 
 

Thon Hotel Brussel city centre

Thon Hotel Brussel city centre er gott 4**** hótel vel staðsett í miðbæ borgarinnar í um 3ja mínútna göngufæri frá Rogier torgi og Rue Neuve svæðinu þar sem finna má verslanir og veitingahús. Miðbæjartorgið Grand Palace de Bruxellse er í um 15 mín göngufæri frá hótelinu. Herbergin eru vel búin með helstu þægindum, lítill ískápur er á herbergjum ásamt loftkælingu. Líkamsræktaraðstaða og sauna er á hótelinu.
Frá 119.900 kr. á mann

Brussel er margrómuð fyrir góðan mat og fjölmenningaráhrif í matargerð. Farið verður í gönguferð um gömlu borgina, matarmarkaður skoðaður, kíkt í sælkerabúðir og á eftirminnilegt kaffihús. Smakkaðar verða alvöru belgískar vöfflur og varla er hægt að fara til Brussel nema fá sér einn af þekktari þjóðarréttum þeirra,rækling og franskar.

 

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir