Hotel Sandos Monaco er mjög gott 4**** hótel aðeins fyrir fullorðna eða "adults only". Sandos Monaco er staðsett sirka 400 metrum frá Levante ströndinni og í 5 mínútna göngufjarlægð frá gamla bænum á Benidorm.
 
Í garði hótelsins er góð sundlaug, vaðlaug og nuddpottur. Heilsulind hótelsins er glæsileg með nuddpottum, hvíldaraðstöðu og gufu. Einnig er hægt að bóka tíma í nudd eða aðrar meðferðir.
 
Líkamsræktaraðstaða er einnig á hótelinu. Á hótelinu eru 199 rúmgóð herbergi, öll með baði, síma, sjónvarpi, minibar, öryggishólfi (gegn gjaldi), góðu baðherbergi og svölum.
 
Herbergin rúma að hámarki 3 fullorðna. Tvíbýli de luxe eða tvíbýli Wellness er í boði á Sandos Monaco. Hægt er að fá handklæði í gestamóttöku fyrir sólbekki gegn 10 € í tryggingu. Það er einungis í boði að bóka allt innifalið. Þráðlaust net er á hótelinu en greitt er sérstaklega fyrir afnot af því. 

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Keflavík

Benidorm
Herbergi 1Herbergi 2


Herbergi 3


Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir