Skihotel Speiereck er notalega 3 *** stjörnu hótel staðsett í bænum St Michael í Lungau. Þetta hótel hefur þá sérstöðu að það er rekið af íslenskum hjónunum Dodda og Þyrí. Gaman Ferðir eru stoltir að geta boði farþegum sínum upp á þessa gistingu því þjónustan, maturinn og andrúmsloftið á hótelinu er hreint út sagt frábært. Það er engin furða en margir hverjir sem gist hafa á Speiereck koma ár eftir ár. Hótelið er staðsett í sirka 5 mínútna göngufjarlægð frá skíðakláfnum og nánast hægt að skíða heim að hóteli.
 
Innifalið í verði er flug, skattar, 20 kg taska, 1 par af skíðum, gisting með hálfu fæði og íslensk fararstjórn
.
Speiereck hótelið er á 3 hæðum og er með 17 herbergi. Hvert herbergi er innréttaða á sérstakan hátt og ekki eru öll herbergin eins. Herbergin eru snyrtileg öll með sér baðherbergi og góðum rúmum. Í boði eru herbergi sem rúma allt frá einum gesti upp í 6 farþega og því frábært fyrir fjölskyldur.
 
Matsalur hótelsins er huggulegur í austurískum stíl en mikið er hótelið leggur mikið upp úr því að vera með mjög góðan og vel útilátinn mat. Morgunverður og fjögurra rétta kvöldverður er innifalið í verði. Morgunverðurinn er af hlaðborði og kvöldverðurinn er fjögurra rétta sannkallaður lúxuskvöldverður eins og hann gerist bestur. Eftir kvöldverð myndast oft skemmtileg stemming í setustofunni og við barinn þar sem íslendingarnir hittast.
 
Sauna er hótelinu og hægt er að panta sér nudd (gegn auka gjaldi). Þráðlaust net er á hótelinu. Doddi sem er fararstjóri Gaman Ferða er einnig hótelstjóri Speiereck og býður upp á fjölbreyttar ferðir um skíðasvæðið (gegn gjaldi). Auk þess aðstoðar hann gesti við leigu á skíðabúnaði og skráningu í skíðaskóla.
 
Við hjá Gaman Ferðum getum hiklaust mælt með þessu dásamlega hóteli því það er hér sem skapast vinalega stemming og skemmtilegar minningar.
 

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Keflavík

St. Michael
Herbergi 1Herbergi 2


Herbergi 3


Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir