• Sérferðir
  • Borgarferðir
  • Fótbolti
  • Tónleikar
  • Siglingar
  • Hreyfiferðir

Í Gastein dalnum eru yfir 205 km af rennisléttum skíðabrekkum og frábær aðstaða er til snjóbrettaiðkunar eða gönguskíða. Gastein dalurinn er eitt af vinsælasta skíðasvæðinu í héraðinu.

Það eru yfir 50 kláfar og skíðalyftur sem koma manni á topp vetrarparadísar og þá er bara að renna sér niður.
Brekkur og slóðar sem hentar öllum, reyndu skíðafólki og líka byrjendum. Svo er líka tilvalið að fara í skíðaskólann fyrir þá sem hafa ekki stigið á skíði lengi.
Bærinn Bad Gastein er 1000 m yfir sjávarmáli og þar eru íbúar um 4500. Bærinn iðar af lífi enda mikið að veitingastöðum, pöbbum, verslunum og galleríum.
Eftir daginn er tilvalið að skella sér í heitan pott og gufu áður en snæddur dýrindis máltíð á hóteli eða á veitingahúsum bæjarins.
 
Akstur til og frá flugvelli 
Frá flugvellinum í Salzburg til Bad Gastein eru 97 km og tekur aksturinn tæpar 2 klst. Fer þó eftir umferð sem getur verið þung á þessum tíma þar sem laugardagar eru aðal komu og brottfarardagar á skíðasvæðunum í Austurríki. 
 
Skíðaleiga 
Það eru alltaf einhverjir sem kjósa að leiga sér skíðabúnað og skilji sín skíði eftir heima. Hér má finna upplýsingar um skíðaleigu og verð í Bad Gastein.
 

Skíðaskóli 

Hér má finna allar þær upplýsingar og verð um skíðaskóla í Bad Gastein

Skíðapassar verð

Kort af skíðasvæðinu í Bad Gastein

Vefmyndavélar af svæðinu

 

 

Núverandi leit:

Einkunn

Lengd ferðar (nætur)

0
50

Verðbil

0 kr.
999.999 kr.

Röðun

View