• Sérferðir
  • Borgarferðir
  • Fótbolti
  • Tónleikar
  • Siglingar
  • Hreyfiferðir

Skíðasvæðið í Kitzbühel er eitt það allra vinsælasta hjá skíða og snjóbrettafólki. Yfir 170 km af brekkum til að renna sér niður sem hentar bæði byrjendum og vönu skíðafólki.

32 km af gönguskíðabrautum. Það eru 53 kláfar og skíðalyftur á þessu frábæra skíðasvæði í Kitzbühel sem var kosið besta skíðasvæði í heimi 2013 og 2014.
 
Það er því ljóst að allir ættu að finna brekkur við sitt hæfi. Bærinn er einstaklega skemmtilegur en hér upplifir maður ekta tírólska stemmingu.
 
Eftir góðan dag í fjallinu er tilvalið að kíkja á einn af þeim fjölmörgu Apré ski stöðum sem eru í bænum fá sér kakó, glögg eða einn ískaldann.
Akstur til og frá flugvelli 
Frá flugvellinum í Salzburg til Kitzbühel eru 74 km og tekur aksturinn sirka eina og hálfa klst. Fer þó eftir umferð sem getur verið þung á þessum tíma þar sem laugardagar eru aðal komu og brottfarardagar á skíðasvæðunum í Austurríki. 
 
Skíðaleiga 
Það eru alltaf einhverjir sem kjósa að leiga sér skíðabúnað og skilji sín skíði eftir heima.
Hér má finna upplýsingar um skíðaleigu og verð í Kitzbühel. 
 

Skíðaskóli 

Hér má finna allar þær upplýsingar og verð um skíðaskóla í Kitzbühel. 

Allt um svæðið

Skíðapassar verð 

Kort af skíðasvæðinu Kitzbühel

 

Núverandi leit:

Einkunn

Lengd ferðar (nætur)

0
50

Verðbil

0 kr.
999.999 kr.

Röðun

View