• Sérferðir
  • Borgarferðir
  • Fótbolti
  • Tónleikar
  • Siglingar
  • Hreyfiferðir

Lungau – Skíðasvæðið er skíðasvæði Gaman Ferða í Austurríki. Skíðasvæðið í Lungau er frábært fyrir alla í fjölskyldunni og spannar svæðið allt að 300 km af skíðabrautum. Lungau er staðsett  100 km frá flugvellinum í Salzburg.  

 
Í Lungau er aðstaðan til skíðaiðkunar frábær. Lungau í Austurríki hefur notið mikilla vinsældar meðal íslendinga síðastliðin ár og má það rekja einna helst til hótelsins Skihotel Speiereck en það er rekið af íslendingum sem taka opnum örmum á móti gestum sínum sem margir koma til þeirra aftur og aftur. Skíðasvæðið er með mjög góða aðstæður fyrir allt skíðafólk, hvort sem þú ert byrjandi eða hefur skíðað í mörg ár. Í Lungau er yfirleitt minni biðtími eftir lyftunni og því að komast í næstu ferð í brekkunni. Svæðið er mjög snjóöruggt og fjölskylduvænt. Lunagau skíðasvæðið er með 150 km af skíðabrekkum en er hluti af stærra skíðasvæði sem spannar 300 km svæði. Skíðafólk getur valið hvort það kaupi skíðapassa sem gildir á bæði svæðin. 
 
Auðvelt er að ferðast á milli svæða innan Lungau eins og frá Speiereck til Mauterndorf og svo frá Katschberg yfir til St. Margarethen. Skíðarúta fer reglulega á milli svæðanna og gaman að prófa sem flest skíðasvæði.
Við Speiereck – Sonnenbahn kláfinn er skíðamiðstöð en þar er skíðaskóli, skíðaleiga, skíðaverslun og veitingastaður með bar þar sem þú upplifir ekta austuríska apés-ski stemmingu eftir góðan dag í fjallinu. 
Grosseck- Speiereck – skíðavæðið er þar sem Skihotel Speiereck er staðsett en þar er mikið af skemmtilegum og fjölbreyttum brekkum í göngufæri frá hótelinu og nánast er hægt að skíða heim að dyrum. Á þessu svæði er einnig að finna góða veitingastaði. 
 
Katschberg – Aineck skíðasvæði er mjög líflegt og eru þar brekkur fyrir byrjendur og lengra komna, börn eða fullorðna. Frá Aineck er hægt að renna sér niður í St. Margarethen eftir lengstu brekkunni sem er á svæðinu það er nú heldur betur gaman. Seinnipartinn myndast ekta aprés- ski stemming í bænum sem allir þurfa að prófa að upplifa. 
 
Skíðapassinn gildir á þessi svæði er talin eru upp að ofan og kostar passinn í kringum 200 EUR fyrir fullorðna og 130 EUR fyrir börn. Hægt er að borga aukaleg sirka 40 EUR en þá gildir skíðapassinn líka á Obertauern – svæðið en það er talið eitt flottasta svæðið. Í Obertauern er góð aðstaða til snjóbretta iðkunar. 
 
Er ekki málið bara að skella sér á skíða með Gaman Ferðum til Lunga? Komdu með því það verður svo Gaman.
 
Akstur til og frá flugvelli. 
Frá flugvellinum í Salzburg til Laungau eru 100 km og tekur aksturinn tæpar 2 klst. Fer þó eftir umferð sem getur verið þung á þessum tíma þar sem laugardagar eru aðal komu og brottfarardagar á skíðasvæðunum í Austurríki. Greitt er aukalega fyrir akstur til og frá flugvelli.
 
Skíðaleiga 
Það eru alltaf einhverjir sem kjósa að leigja sér skíða og við mælum með að tala við Dodda fararstjórann okkar en hann aðstoðar farþegar við leigu á skíðum. 
 
Skíðaskólar
Skíðaskólar eru að sjálfsögðu að finna í Lungau og undanfarin ár hafa meira að segja íslengingar verið að kenna í skólanum. Við mælum með að farþegar leiti til fararstjóra Gaman Ferða Dodda en hann aðstoðar farþega við að bóka skíðakennslu. 
 
Allt um svæðið í Lunagu
 
 
Vefmyndavélar af svæðinu 

Núverandi leit:

Einkunn

Lengd ferðar (nætur)

0
50

Verðbil

0 kr.
999.999 kr.

Röðun

View