Yfirlit

Í mars 2019 ætla Gaman Ferðir og SAHARA að sameina krafta sína og skella sér á Social Media Marketing World en þessi ráðstefna þykir vera sú besta á sviði samfélagsmiðla í heiminum á hverju ári. Davíð Lúther Sigurðarson og Hallur Jónasson frá SAHARA munu sjá um hópinn en Davíð Lúther fór á þessa ráðstefnu í mars 2018 og þekkir því vel hvað er í boði og hvernig skal nýta tímann sinn best.
 
Ferðatímabil
Flogið er til Los Angeles með WOW air þann mánudaginn 18. mars klukkan 16:00 og lent um klukkan 18:35 að staðartíma. Svo er haldið heim á leið mánudaginn 25. mars klukkan 12:20 og lent heima á Íslandi þriðjudaginum 26.mars klukkan 04:40.
 
Verð 
Þessi ferð kostar 209.900 kr á mann miðað við tvo saman í herbergi. Innifalið er flug með WOW air til LA, 20 kg taska, rúta til og frá San Diego, gisting í 5 nætur á Hotel Indigo í San Diego og íslensk fararstjórn. 
 
Það kostar 65.000 kr aukalega að vera í einstaklingsherbergi.
 
Fjöldi
Það eru aðeins 20 sæti í boði í þessari ferð og því nauðsynlegt að bóka strax til þess að missa ekki af þessu.
 
Rúta
18.3 Los Angeles – San Diego 
25.3 San Diego – Los Angeles
 
Hótel
Gist verður á hinu glæsilega Hotel Indigo San Diego - Gaslamp Quarter
 
Fararstjórarar
Davíð Lúther Sigurðarson og Hallur Jónasson frá SAHARA. Davíð Lúther fór á Social Media Marketing World 2018 og veit því nákvæmlega hvað er málið þegar að kemur að þessari mögnuðu ráðstefnu. Ekki skemmir fyrir að þessir herramenn þekkja samfélagsmiðlana betur en flestir Íslendingar. Nánari dagskrá verður auglýst síðar.

Tíu dögum eftir ferðina verður WorkShop í höfðuðstöðvum SAHARA fyrir þá sem vilja.
 
Social Media marketing World 2019
Social Media Marketing World 2019 fer fram í San Diego dagana 20. mars – 22. mars 2019. Þetta er án efa stærsta ráðstefna sinnar tegundar í heiminum en yfir 7000 manns fara árlega á þessa ráðstefnu. Yfir 200 fyrirlesarar koma fram á þessari ráðstefnu en í mars 2018 komu meðal annars snillingar eins og Guy Kawasaki, Mari Smith, Jay Baer, Michael Stelzner, Ann Handley, Brian Solis, Amy Porterfield, Mark Schaefer og Amy Schmittauer. Svona til að nefna örfáa. 
 
ATH. Ráðstefnugjaldið á Social Media Marketing World 2019 er ekki innifalið í verðinu. Hver og einn þarf að kaupa sér miða beint á vefsíðu ráðstefnunar.
 
Þegar þessi ferð var sett í sölu þann 28.8.2018 kostaði ráðstefnugjaldið 847 dollara en það hækkar þegar nær dregur.
 

Hvað er innifalið

  • Flug
  • Gisting
  • 20 kg ferðataska
  • Rúta
  • Íslensk fararstjórn

Frá 209.900 kr. á mann

Í mars 2019 ætla Gaman Ferðir og SAHARA að sameina krafta sína og skella sér á Social Media Marketing World en þessi ráðstefna þykir vera sú besta á sviði samfélagsmiðla í heiminum á hverju ári. 

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir