Sol Costa Dorada er gott 4**** hótel í Salou. Aðeins 700 metrar eru í hinn geysivinsæla skemmtigarð Port Aventura og sirka 10 mínútna gangur í miðbæ Salou.  Í garði hótelsins eru tvær sundlaugar, barnalaug, sundlaugabar og fín sólbaðsaðstaða.
 
Glæsileg heilsulind með innisundlaug, nuddpottum, gufu og snyrtistofu. Gestir hótelsins hafa aðgang að líkamsrækt sér að kostnaðarlausu.
Öll herbergin á Sol Costa Dorada voru endurnýjuð 2015. Herbergin eru innréttuð í nýtískulegum stíl útbúin öllum helstu þægindum. Hlaðborðsveitingastaður er á hótelinu og 4 barir.
Á daginn er barnaklúbbur og á kvöldin er skemmtidagskrá bæði fyrir börn og fullorðna. Hjólaleiga er einnig á Sol Costa Dorada. Þráðlaust net er á öllu hótelinu án endurgjalds. Hægt er að greiða aukalega fyrir fullt fæði. 
 
Sérstakur gistiskattur er á öllum hótelgistingum í Katalóníu og þarf hver farþegi að greiða 1 evrur pr. mann pr. nótt, þó ekki meira en fyrir 7 nætur og greiðist þetta beint til hótelsins.
Hótelið tekur mest 3 fullorðna eða 2 fullorðna og 2 börn.

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Keflavík

Salou
Herbergi 1


Herbergi 2


Herbergi 3


Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir