• Sérferðir
 • Borgarferðir
 • Fótbolti
 • Tónleikar
 • Skíði
 • Siglingar
 • Hreyfiferðir


  Herbergi 1  Herbergi 2  Herbergi 3  Alltaf Gaman í Albir 

  Gaman Ferðir bjóða uppá  gistingu í hinum sólríka bæ Albir. Tæplega klukkustundar akstur er frá flugvellinum í Alicante til Albir. Þessi vinalegi strandbær er sérlega huggulegur og hentar fjölskyldu fólki einkar vel.
  Lágreist hús, vinaleg kaffihús og litlar verslanir einkenna bæinn. Gaman Ferðir bjóða uppá úrval hótela hvort sem er fyrir pör, einstaklinga eða fjölskyldur. Ströndin er samblanda af sandi og steinvölum og hentar einkar vel til sól- og sjóbaða.
  Það er nóg um að vera í kringum Albir. Fyrir þá sem vilja hvíla sig á sólböðum og sjónum er um að gera að heimsækja einhvern af þeim skemmtigörðum sem svæðið hefur uppá að bjóða eins og Terra Mitica skemmtigarðinn eða dýragarðinn Terra Natura.
   
  Listamannaþorpið Altea er dásamlegt þorp í göngufjarlægð frá Albir. Þröngar götur, litlar listamannaverslanir, veitingastaðir, barir og kaffishús einkenna þennan einstaklega skemmtilega bæ. Listamenn hafa hreiðrað um sig í Altea og eru þar með sínar vinnustofur. Rómantískt lítið þorp sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara og dásamlegt er að eyða sólríkum sumarfrísdögum í þessum fallega bæ.  Gaman er að heimsækja Altea hvort sem er að degi til  eða kvöldi.
   

   

  Gaman að gera í Albir og Altea 

  Ganga um þröngar götur í Altea og skoða í litlar listamannaverslanir 
  Taka reiðhjól á leigu og hjóla um Albir 
  Skella sér í rússíbanann og öll hin tækin í Terra Mitica skemmtigarðinum
   

   

  Núverandi leit:

  Ferðir

  Einkunn

  Lengd ferðar (nætur)

  0
  50

  Verðbil

  0 kr.
  999.999 kr.

  Röðun

  View