• Sérferðir
 • Borgarferðir
 • Fótbolti
 • Tónleikar
 • Skíði
 • Siglingar
 • Hreyfiferðir


  Herbergi 1  Herbergi 2  Herbergi 3  Vinalegasta borg Spánar er að sjálfsögðu Alicante. 

  Borgin er stærsta borgin á Costa Blanca ströndinni, eða hvítu ströndinni, sem liggur við suðurströnd Spánar og teygir sig 200 km meðfram Miðjarðarhafinu og er Alicante staðsett sunnarlega á ströndinni. Um 331.000 íbúar búa í Alicante. Alicante gerir mikið út á ferðamannaiðnaðinn en er einnig sterk í verslun og öðrum iðnaði. Það er ekki aðeins hægt að túristast í borginni, Alicante hefur að geyma mikla menningu, sögu, fallegar strendur og góður matur er í borginni sem tilvalið er að renna niður með ljúfum spænskum vínsopa í kringum líflega Spánverja. Til gamans má geta að íbúar Alicante vilja meina að tapashefðin eigi rætur sínar að rekja til þessa svæðis.
   
  Hitastigið á Alicante rokkar frá 16°C yfir vetrartímann og upp í 32°C yfir sumartímann, þetta er því tilvalinn staður til þess að upplifa allt sem strandarlífið hefur upp á að bjóða og leyfa miðjarðarhafssjónum að gæla við sig. 
   
  Santa Barbara Kastalinn stendur efst á Mount Benacantil hæðinni í 166 metrar hæð. Þetta er stærsta miðaldar bygging spánverja og er ótrúlega fallegt útsýni yfir borgina og höfnina þaðan. Santa Maria Basilica er þeirra fallegasta kirkja og er talið að hún sé síðan á 14-16.öld, fyrir þá sem vilja kíkja þangað. Skemmtilegt er að rölta um höfnina í Alicante og upplifa stemninguna þar. Töfraheimurinn í El Palmeral garðinum er fyrir alla fjölskylduna. Þar er upplagt að taka göngutúr um garðinn og fara svo í lautarferð við fossana eða undir pálmatrjánum, leyfa börnunum að leika sér á leiksvæðunum eða leigja bát og sigla um vatnið.
   
  Gaman er að ganga um öldurnar við strandgötuna Explanada sem er flísalögð eftir sterkum hefðum Spánverja. Gamli bærinn er sjarmerandi og er hann staðsettur í brattri hlíð. Þar er hægt að rölta um í rólegheitum og njóta kyrrðar en þar eru einmitt að finna bestu tapas staðina í borginni. 
   

   

  Núverandi leit:

  Einkunn

  Lengd ferðar (nætur)

  0
  50

  Verðbil

  0 kr.
  999.999 kr.

  Röðun

  View