• Sérferðir
 • Borgarferðir
 • Fótbolti
 • Tónleikar
 • Skíði
 • Siglingar
 • Hreyfiferðir


  Herbergi 1  Herbergi 2  Herbergi 3  Páskaferð til Antalya 17. - 27. apríl 

  Gaman Ferðir bjóða upp á 10 nátta ferð til Antalya í Tyrklandi um páskana, 17. -27. apríl, (aðeins 4 virkir dagar). Flogið verður með WOW air í beinu flugi frá Keflavík.  Við komum til með að bjóða upp á fimm stjörnu lúxusgistingar á Lara ströndinni í Antalya sem er kölluð tyrkneska rivíeran. Hótelin á þessu svæði eru glæsileg með öllu inniföldu þar sem engu er til sparað. Hótelgarðarnir eru stórir með mörgum sundlaugum, einkaströndum, vatnsrennibrautum og frábærri sólbaðsaðstöðu. Krakkaklúbbar fyrir börnin og lúxus heilsulindir og SPA fyrir fullorðna fólkið. Lara ströndin er sannkölluð sólarparadís og hitinn á þessum tíma er í kringum 23 -25 gráður.

  Hvort sem þú ert að fara í ferð með fjölskyldu eða vinum þá er Antalya staðurinn til að vera á.

  Margir Íslendingar þekkja Antalya og Lara ströndina en á Lara svæðinu hefur verið mikil uppbygging síðustu ár. Nóg af afþreyingu er á svæðinu og má helst nefna skemmtigarðinn The Land of the Legends í Belek sem er tívolí, vatnagarður og verslunarmiðstöð á einum stað. Tyrkir eru vel þekktir fyrir einstaka gestrisni, góða þjónustu og ekki síst góðan mat.  Antalya er gaman að heimsækja en hún er aðeins í 15 mínútna akstursfjarlægð frá Lara ströndinni, þar er hægt að kynnast heimamönnum með því að rölta um gamla bæinn og basarinn og fá sér tyrkneskt te hjá teppasölumanninum. Antalya er frábær blanda af fallegum hvítum ströndum og hefðbundinni tyrkneskri menningu.

   

   

  Núverandi leit:

  Einkunn

  Lengd ferðar (nætur)

  0
  50

  Verðbil

  0 kr.
  999.999 kr.

  Röðun

  View