• Sérferðir
 • Borgarferðir
 • Fótbolti
 • Tónleikar
 • Skíði
 • Siglingar
 • Hreyfiferðir


  Herbergi 1  Herbergi 2  Herbergi 3  Gaman í sól og sandi á Benidorm 

  Sólin skín hjá Gaman Ferðum, við bjóðum uppá beint flug til Alicante með WOW air. Farþegar Gaman Ferða dvelja í hinum sívinsæla strandbæ Benidorm sem er í sirkar 45 mínútna akstursfjarlægð frá Alicante flugvellinum. 
  Boðið er uppá fjölbreytt úrval gistimöguleika  á góðum hótelum. Benidorm þarf vart að kynna fyrir Íslendingum en þessi sólarstaður hefur verið vinsæll áratugum saman. Á Benidorm er alltaf líf og fjör og geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi.
  Gamli bærinn á Benidorm hefur notalegan sjarma en þar er fjöldinn allur af ekta tapas stöðum, þröngum götum, verslunum og fjölskrúðugu mannlífi. Þeir sem vilja fjör fram eftir nóttu ættu að kíkja á næturlífið á Benidorm sem er mjög fjörugt og er fjöldinn allur af börum og diskótekum opin fram undir morgun. Hér finnur þú sólhvítar sandstrendur Miðjarðarhafsins og yndisleg þorp og bæi í fjöllunum. Þeir sem dvelja á Benidorm ættu ekki að láta heimsókn til Altea fram hjá sér fara. Skemmtigarðarnir Terra Mitica og Aqualandia eru fyrir alla fjölskylduna og er gaman að taka sér frí frá sólböðum og eyða deginum í þessum görðum sem eru fyrir alla fjölskylduna. 
   

  Gaman að gera á Benidorm 

  Fara í  öll tækin  í skemmtigarðinum Terra Mitica
  Verja degi í Terra Natura dýragarðinum 
  Rölta um í gamla bænum og fá sér tapas
   

  Núverandi leit:

  Ferðir

  Einkunn

  Lengd ferðar (nætur)

  0
  50

  Verðbil

  0 kr.
  999.999 kr.

  Röðun

  View