• Sérferðir
 • Borgarferðir
 • Fótbolti
 • Tónleikar
 • Skíði
 • Siglingar
 • Hreyfiferðir


  Herbergi 1  Herbergi 2  Herbergi 3  Golf Antalya 17.-27. apríl – Belek

  Gaman Ferðir bjóða uppá 10 nátta golfferð til Antalya í Tyrklandi um páskana, 17. -27. apríl, (aðeins 4 virkir dagar). Flogið verður með WOW air í beinu flugi frá Keflavík.
  Við bjóðum uppá fimm stjörnu lúxushótelið Sueno Deluxe Belek sem er staðsett í Belek. 
   
  Þetta hótel er glæsilegt í alla staði og eru tveir golfvellir stutt frá hótelinu, golfvellirnir Pines og Dunes og hægt er að komast þangað gangandi eða með golfbílum sem ganga reglulega yfir daginn.
  Við bjóðum upp á ótakmarkað golf, sjö golfhringi með staðfestum rástímum og þegar út er komið er hægt að bæta við golfhringum. 
   

  Golfvellirnir

  Það verður spilað á tveimur 18 holu golfvöllum sem eru staðsettir stutt frá hótelinu, annars vegar The Pines Course sem er par 72, hins vegar The Dunes Course sem er par 69. Einstaklega fallegt umhverfi er í kringum golfvellina og brautirnar skemmtilegar og krefjandi.

  Á brautunum ferðast svokallaður “Buggy Bar” en hægt að er að versla létta rétti og drykki á meðan á spilamennsku stendur. Matur og drykkir eru innifaldir í klúbbhúsinu sem er í sömu byggingu og hótelið Sueno Golf Belek.

   

  Hotel Sueno Deluxe Belex 5*****

  Innifalið í verði er

  • Beint flug með WOW air til Antalya
  • 20 kg taska, golfsett 15 kg og handfarangur 10 kg þó ekki stærri en 42x32x25
  • Gisting með öllu inniföldu 5 stjörnu hótel 10 nætur
  • 7 golfhringir með staðfestum rástímum og þegar út er komið er hægt að bæta við golfhringjum.
  • Íslensk fararstjórn

  Verð pr. mann 334.900 kr. á mann í tvíbýli

  Bóka golfferð til Antalya 

  Ekki innifalið

  • Akstur til og frá flugvelli en hann kostar 3500 kr.
  • Golfbíll en hægt er að bæta honum við en hann kostar 27 evrur á dag (18 holur)
  • Golfkerra kostar 5 evrur á dag (18 holur)

  Rástímar

  18. apríl - Dunes 12:03-12:30

  19. apríl - Pines 09:21-09:48

  20. apríl - Dunes 08:36 -09:03

  21. apríl  - Pines 13:24 -13:51

  23. apríl - Dunes 11:36-:03

  24. apríl - Pines 13:24-13:51

  25. apríl - Pines 11:0-11:36

  Hægt er að bæta svo við fleiri rástímum þegar út er komið. 

  Flugferðin

  • Flogið er til Antalya með WOW air. Áætlaðir flugtímar eru þessir:
  • 17.04.KEF-AYT kl: 09:00 – 18:25
  • 27. 04 AYT-KEF kl: 10:25-14:05
  • ATH að flugtímar eru alltaf áætlaðir og eru því birtir með fyrirvara um breytingar.

   

  Bóka sæti um borð

  Þeir sem vilja tryggja sér ákveðið sæti um borð geta gert það en til þess þarf að hafa samband við Gaman Ferðir í síma 5602000.

  • Big Seat 14.990 kr. pr. leið. Breitt og enn þægilegra sæti með miklu fótarými, sætabil frá 37”+
  • XXL sæti 4.990 kr. pr. leið. Almennt sæti með auknu fótarými, sætabil 35”+
  • XL sæti 3.990 kr. pr. leið. Almennt sæti með auknu fótarými, sætabil er 32-33” 
  • Almennt sæti 990 kr. pr. leið.

  Kortalán/Netgíró/Pei

  Kortalán Valitors, Netgiró og Pei gerir Gaman Ferðum kleift að bjóða korthöfum einfalda og örugga greiðsludreifingu við kaup á ferðum hjá okkur. Greiðsluskipting vegna ferðakaupa getur verið í 3 til 12 mánuði og eru vextir breytilegir. Hámarksheimildir miðast við úttektarheimild, skuldastöðu, aldur og viðskiptasögu korthafa. Hafðu samband í síma 560-2000 eða sendu póst á gaman@gaman.is ef þú hefur áhuga á því borga ferðina með kortaláni, Netgíró eða með Pei.