• Sérferðir
 • Borgarferðir
 • Fótbolti
 • Tónleikar
 • Skíði
 • Siglingar
 • Hreyfiferðir


  Herbergi 1  Herbergi 2  Herbergi 3  Fjölbreytt mannlíf í Sitges

   
  Sitges er skemmtilegur og líflegur strandbær sem staðsettur er í 30 mínútna akstursfjarlægð frá stórborginni Barcelona. Í Gamla bænum í Sitges er að finna litlar verslanir og veitingastaði í þröngum og skemmtilegum götum sem leiða mann niður á strönd. Strönd í Sitges er snyrtileg með hvítum sandi og tærum sjó. Gaman er að  leigja sér hjól og hjóla meðfram strandlengjunni eða hjóla um þröngar götur miðbæjarins. Fyrir þá sem ekki vilja ferðast um á hjóli er tilvalið að rölta meðfram ströndinni og setjast niður á einum af veitingahúsum bæjarins, eða villast um í þröngu götum gamla bæjarhlutans.
   
  Lítil smábátahöfn er í Sitges og þar í kring eru veitinga og kaffihús sem og við kirkjuna og notalegt er að setjast þar niður og horfa á mannlífið. Fjörugt og fjölbreytt næturlífið setur svip sinn á Sitges þegar að kvölda tekur og virkileg gaman er að fara út og njóta lífsins.
   
  Fyrir golfáhugamenn er golfvöllurinn Club de Golf Terramar staðsettur í Sitges. 
   
  Sitges er tilvalið fyrir pör, vinahópa og alla fjölskylduna. 
   
   

  Núverandi leit:

  Ferðir

  Einkunn

  Lengd ferðar (nætur)

  0
  50

  Verðbil

  0 kr.
  999.999 kr.

  Röðun

  View