• Sérferðir
 • Borgarferðir
 • Fótbolti
 • Tónleikar
 • Skíði
 • Siglingar
 • Hreyfiferðir


  Herbergi 1  Herbergi 2  Herbergi 3  Töfrandi Tenerife 

  Gaman Ferðir bjóða upp á beint flug til Tenerife með WOW air allt árið um kring. Tenerife er stærsta eyjan af sjö eyjum Kanaríeyja. Eyjan er um 300 km frá Afríku og um 1300 km frá meginlandi Spánar. Það er nánast alltaf gott veður á Tenerife. Hitinn er yfirleitt 25-28 gráður, fer sjaldan yfir 30 og á kaldari dögum vart undir 15 gráður.
  Gaman Ferðir bjóða upp á gistingar víðsvegar á eyjunni en vinsælustu svæðin eru á suðurhluta eyjarinnar á Playa de Las Americas, Los Cristianos og Costa Adeje. Fyrsta flokks hótel og góðar íbúðargistingar eru einungis í boði hjá okkur.
  Á Tenerife er bara gaman! Siam Park vatnagarðurinn er einn sá stærst í Evrópu. Loro Park dýragarðurinn er stórkostleg skemmtun fyrir börn og fullorðna en þar er eitt stærsta safn heims af páfagaukum og mörgæsum.
  Á ströndinni eru allar vatnaíþróttir í boði, siglingar, köfun, jet skii, bananabátur og fleira. Á Tenerife er fjöldinn allur af verslunarmiðstöðvum með gott úrval vörumerkja og verslana. H&M, Primark, Zara, Mango eru aðeins brot af þeim verslunum sem þú finnur á svæðinu.
  Íslendingar hafa svo sannarlega tekið ástfóstri við Tenerife og sækja þeir eyjuna heim aftur og aftur. Enda er óskaplega Gaman á Tenerife.

   

  Núverandi leit:

  Ferðir

  Einkunn

  Lengd ferðar (nætur)

  0
  50

  Verðbil

  0 kr.
  999.999 kr.

  Röðun

  View