Yfirlit

SPA og lúxus í La Pineda

17.-24. maí

Gaman Ferðir bjóða uppá nýja sannkallaða SPA lúxusferð til La Pineda á Spáni. Þetta er dekurferð fyrir konur sem velja það að setja sjálfa sig í fyrsta sæti. Í þessari dásamlegu sólarferð verður gist á fimm stjörnu hótelinu Gran Palas sem er staðsett við ströndina í La Pineda. Hótelið er með glæsilega heilsulind þar sem við munum slaka á, njóta sólar og fara í nudd og snyrtimeðferðir. Bjargey Ingólfsdóttir er fararstjóri ferðarinnar en hún mun leiða hópinn og halda námskeiðið, Besta útgáfan af sjálfri þér sem er skemmtilegt og uppbyggjandi sjálfstyrkingarnámskeið fyrir allar konur sem vilja láta drauma sína rætast og upplifa sanna hamingju í sínu lífi.

 

Fararstjóri og námskeiðshaldari

Fararstjóri er Bjargey Ingólfsdóttir meðferðaraðili og áhugamanneskja um heilbrigðan lífsstíl. Bjargey er menntuð með B.A. próf í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands og er höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferðaraðili frá Upledger Institude á Íslandi. Bjargey heldur úti heimasíðunni Bjargey & Co. þar sem hún deilir með lesendum sínum hugleiðingum um heilsu og lífsstíl ásamt áhugamálum sínum, ferðalögum, matargerð, heimili og hönnun.Fyrir nokkrum árum eftir langvarandi veikindi ákvað Bjargey að breyta algjörlega um lífsstíl og setti sér það markmið að verða besta útgáfan af sjálfri sér. Með jákvæðni, ást og gleði hefur Bjargey öðlast nýtt og betra líf og deilir nú reynslu sinni með öðrum. 

 

Besta útgáfan af sjálfri þér

Bjargey er höfundur og leiðbeinandi námskeiðsins Besta útgáfan af sjálfri þér sem er skemmtilegt og uppbyggjandi sjálfstyrkingarnámskeið fyrir allar konur sem vilja láta drauma sína rætast og njóta alls þess besta sem lífið hefur upp á að bjóða. Markmið námskeiðsins er að konur upplifi sátt við sjálfa sig og elski sjálfa sig skilyrðislaust en það segir Bjargey vera lykillinn að árangri í öllum þeim markmiðum sem við setjum okkur í lífinu, hvort sem þau tengist heilsu og lífstíl, starfsframa eða í samböndum. Námskeiðið er innifalið í ferðinni ásamt vandaðri vinnubók eftir Bjargeyju sem gagnast á námskeiðinu sjálfu og í persónulegri markmiðasetningu. Námskeiðið er haldið á hótelinu sjálfu og er í tvö skipti í 2 og hálfa klst. 

 

Gyllta ströndin við Miðjarðarhafið La Pineda 

La Pineda strandbærinn er staðsettur í klukkustunda fjarlægð frá heimsborginni Barcelona. 

La Pineda er á Costa Dorada svæðinu við hliðiná hinum vinsæla ferðamannastað Salou. Í La Pineda finnur þú fjölda góða veitingahúsa og þar er nóg af hefðbundnum spænskum réttum eins og paella og tapas. Glæsilegt úrval sjávarréttastaða sem bjóða þér uppá ferskan fisk og sjávarföng. Ströndin í La Pindeda er með gylltum silkimjúkum sandi og er einstaklega gaman að verja degi þar undir sólinni og synda í tærum sjónum. La Pineda er fallegur og rólegur strandbær með notalegu andrúmslofti. 

 

Verð pr. mann er 205.500 kr.

Aukagjald fyrir einbýli er 25.000 kr.

Innifalið í verði er

 • Flug með WOW air til Barcelona, 20 kg taska
 • Akstur til og frá flugvelli
 • Gisting í sjö nætur á 5 stjörnu lúxushóteli með morgunverð.
 • Besta útgáfan af sjálfri þér, námskeið með Bjargeyju 2 x 2,5 klst.
 • Hugleiðsla á ströndinni 2x 1 klst
 • Vinnubók og persónuleg markmiðasetning
 • Nudd í 50 mínútur
 • Salt & Sykur peeling
 • Súkkulaði Body Wrap
 • Andlitsbað
 • Ótakmarkaður aðgangur að glæsilegri heilsulind hótelsins.
 • Íslensk fararstjórn

Hægt er að bæta við hálfu fæði og kostar að aukalega 34.000 kr.

Lágmarksþátttaka í þessa ferð eru 15 manns og áskilur Gaman Ferðir sér þann rétt að fella niður ferðina náist sú þátttaka ekki.

Kortalán/Netgíró/Pei

Kortalán Valitors, Netgiró og Pei gerir Gaman Ferðum kleift að bjóða korthöfum einfalda og örugga greiðsludreifingu við kaup á ferðum hjá okkur. Greiðsluskipting vegna ferðakaupa getur verið í 3 til 12 mánuði og eru vextir breytilegir. Hámarksheimildir miðast við úttektarheimild, skuldastöðu, aldur og viðskiptasögu korthafa. Hafðu samband í síma 560-2000 eða sendu póst á gaman@gaman.is ef þú hefur áhuga á því borga ferðina með kortaláni, Netgíró eða með Pei.

Farangursheimild

Innifalið í verði er ein 20 kg taska. Hver gestur má hafa með sér eina tösku í handfarangri, þó ekki stærri en 42x32x25 cm. Auk þess má hafa meðferðis fríhafnarpoka. Ekki er leyfilegt að hafa vökva í handfarangri. Hámarksþyngd handfarangurs er 10 kg.

 

 

 

 


Gran Palas

Carrer de la Sèquia Major, 5, Platja de la Pineda, Tarragona, Spain, 43480
Gran Palas er 5***** glæsihótel í La Pineda staðsett við ströndina. Gran Palas er sannkallað lúxus hótel með glæsilegri heilsulind og öll aðstaða eins og hún gerist best. Í fallegum og stórum garði hótelsins er sundlaug, sólbekkir, sólhlífar og snakkbar. Þrír veitingastaðir eru á hótelinu, hlaðborð, a la carte og asískur. Mjög góð líkamsræktaraðstaða og fyrsta flokks spa þar sem hægt er að gera vel við sig og panta hinu ýmsu meðferðir og nudd. Herbergin eru rúmgóð nýtískulega innréttuð útbúin öllum helstu þægindum. Sjónvarp, sími, minbar, loftkæling, öryggishólf og þráðlaust net. Val er um morgunverð eðahálft fæði. Þetta er hótel hentar fyrir þá sem vilja gera vel við sig.
ATH sérstakur gistiskattur er á öllum hótelgistingum í Katalóníu og þarf hver farþegi að greiða sirka 2.48 EUR pr. mann pr. nótt og greiðist þetta beint til hótelsins og því ekki innifalið í verði ferðarinnar. 
 
Frá 205.500 kr. á mann

Gaman Ferðir bjóða uppá nýja sannkallaða lúxusferð til La Pineda á Spáni. Þetta er dekurferð fyrir konur sem velja það að setja sjálfa sig í fyrsta sæti. Í þessari dásamlegu sólarferð verður gist á fimm stjörnu hótelinu Gran Palas sem er staðsett við ströndina í La Pineda. 

 

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir