Njóttu þess að vera í fríi á Sueno Hotels Deluxe Belek þar sem lúxus og þægindi eru í hávegum höfð.
 
Herbergin eru hönnuð í klassískum stíl og rúmgóð og einstaklega hugguleg. Herbergin sem eru loftkæld með öryggishólfi, smábar, sjónvarpi, síma og hárþurrku.
 
Aðal sundlaugin í hótelgarðinum er ein sú stærsta á svæðinu, í lauginni eru nuddhorn þar sem gestirnir geta slakað á og sérstök athafna- og íþróttalaug þar sem vatnsleiki og skemmtun fer fram. Í viðbót við þetta er barnalaug, barnalaug með leiktækjum og barnalaug með sandi í. Einnig er innilaug og innibarnalaug. Einnig er svokölluð jarðvarmalaug í grasagarði hótelsins fyrir uppbyggingu líkamans en það þarf að greiða fyrir aðgang í hana.
 
Á Sueno Square, sem er staðsett við sundlaugarbakkann eru lítil matartorg þar sem hægt er að tylla sér og njóta þess að fylgjast með skemmtiatriðum og leikjum á hótelinu.
 
Aðalmatsalur hótelsins er 3000m2 og skiptist í 5 svæði þar sem meðal annars er sérstakur barnaveitingastaður sem er sniðinn að smekk yngstu kynslóðarinnar. Einnig eru A la Carte veitingastaðir og fjölmargir barir víða um hótelið.
 
Spa hótelsins er nýtískulegt og smart. Fjöldinn allur af meðferðum er í boði gegn gjaldi, svo sem Bali nudd, Thai nudd, Tunis nudd, indverskt nudd og afrískt nudd. Hægt er að komast í tyrkneskt bað og rússneskt gufubað.
 
Yfir daginn er líf og fjör á hótelinu í boði skemmtanateymis hótelsins, það er boðið upp á zumba, pilates, boccia, pílukast, yoga, borðtennis, vatnaleikfimi og fleira. Á hótelinu er spilaherbergi þar sem hægt er að spila borðspil eins og t.d backgammon sem er mjög vinsælt i Tyrklandi. Það er líka leikherbergi með tölvuleikjum,7D bíó, keilubraut og litlum tívolítækjum. Á hótelinu er einnig bíósalur og næturklúbbur.
 
Nóg af afþreyingu er í boði fyrir börn í barnaklúbbi hótelsins.

Samtals frá
337.500 kr.
Based on: , 1. jan. 2020

Keflavík

Antalya
Herbergi 1Herbergi 2


Herbergi 3


Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir