Suitopia er glæsilegt 4**** íbúðarhótel staðsett í aðeins 1 mínútna göngufjarlægð frá ströndinni með stórbrotnu útsýni yfir Calpe og klettinn El Pnon de Ifach eða Gíbraltar norðursins eins og hann er oftast kallaður. 
Hótelið er nýtískulegt, smekklegt og á efstu hæðinni er æðislegur setustofubar en þaðan er 360° útsýni yfir Calpe og nágrenni. Í garði hótelsins er útisundlaug, barnalaug með fjölbreyttu úrvali af vatnaleiktækjum fyrir yngri kynslóðina, sólbekkir, setuaðstaða og sólhlífar. Barnaklúbbur er starfræktur yfir daginn og á kvöldin er skemmtidagskrá fyrir alla aldurshópa. Lítill súpermarkaður,  líkamsræktaraðstaða og heilsulind eru á hótelinu en þar er hægt að panta snyrti- og nuddmeðferðir. 
Á Suitopia er hlaðborðsveitingastaður, bar í móttökunni, sundlaugabar og kokteilbar á efstu hæðinni. Herbergin eru snyrtileg og nútímaleg með flatskjá, öryggishólfi, loftræstingu, hárþurrku, ísskáp (gegn aukagjaldi), svölum og þráðlaustu interneti. 
 

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Keflavík

Calpe
Herbergi 1Herbergi 2


Herbergi 3


Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir