Yfirlit

Sumar í Svartaskógi - UPPSELT

27. sept - 4.október 

Farastjóri: Ása María Valdimarsdóttir 

Gaman Ferðir bjóða  upp á  stórkostlega ferð, sem er dvöl í Svartaskógi. Þetta er ein af vinsælustu ferðum, sem boðið hefur verið upp á þessu svæði. Enda náttúrufegurðin algjörlega einstök í skóginum og aðbúnaður farþega er með því besta sem völ er á. 

Gist á yndislegu sveitahóteli í litla bænum Hinterzarten.  Hótelið heitir Hotel Schwarzwaldhof og er með 27 herbergi og er sambland af andrúmslofti frá því fyrir 110 árum og  straumum nútímans. Litli bærinn Hinterzarten er mjög fallegur og það er ekki nema um 40 mín ganga yfir í einn þekktasta bæinn í Skóginum sem er Titisee.  Upplagt að ganga aðra leiðina og taka lestina til baka, sem stoppar rétt við hótelið.
 
Á Hótel Schwarwaldhof er innifalinn ríkulegur morgunverður og fjögurra rétta kvöldverður.  Þetta er nánast fullt fæði. Á meðan á dvölinni stendur er boðið upp á mjög spennandi og fróðlegar skoðunarferðir, ef farþegar óska. Þetta er ferð sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara og á frábæru verði undir leiðsögn Ásu Maríu Valdimarsdóttur sem þekkir þetta svæði flestum betur og er marg reyndur fararstjóri.
 
Fimmtudagur 27. sept.  Flogið er með WOW air kl 06:10 frá Keflavík til Frankfurt og lending þar er kl. 12:30 að staðartíma. Þar bíður áætlunarbíll og flytur farþega til Hinterzarten og tekur sú ferð sirka 4  klukkustundir með stoppi.   Boðið upp á freyðivín fyrir matinn þennan daginn og allir boðnir velkomnir.  
 
Föstudagur 28. sept.  Boðið upp á skemmtilega gönguferð, sem er mjög létt. Gengið að bænum Titisee sem er sirka 40 mín og litast um í þessum yndislega bæ. Lestin tekin til baka eða menn ganga til baka bara eftir þörfum.   Annars upplagt að njóta Hinterzarten og það sem hann hefur upp á að bjóða.  
 
Laugardagur 29. sept.  Eftir morgunverð kl. 10:00 er í boði sérstaklega skemmtileg ferð um Svartaskóg þar sem farþegar kynnast lífi Skógarbúa fyrr og nú...Að allra dómi afar spennandi ferð, stendur yfir í 6-7 tíma.  Verð fyrir skoðunarferðina er 55 evrur. Innifalið er inngangur í klukkusafnið, þar sem m.a. gauksklukkan fræga trónir. Síðan er farið í einskonar „Árbæjarsafn“ þar sem fólk sér lífið áður fyrr, búskaparhætti o.fl. Þetta eru söfn, sem er ómissandi að sjá og gjörsamlega ógleymanleg.
 
Sunnudagur 30. sept. Lagt af stað kl. 9:00 á blómaeyjuna Mainau. Eyjan er bara einstök paradís....   Eftir það er ekið til Stein am Rhein í Sviss. Á leið þaðan ökum við í gegnum suðurhluta Svartaskógar sem er gullfalleg leið og margt sem fyrir augu ber. Verð 65 evrur fyrir ferðina og aðgangseyrir í Mainau innifalinn í verðinu.
 
Mánudagur 1 okt.  Eftir morgunverð verður farið með lestinni til stærstu borgar Svartaskógar sem er ein af elstu borgum landsins sjálf Freiburg.  Fararstjóri fer í gönguferð um miðborgina og bendir á markverðustu byggingar og segir frá borginni. Síðan gefinn frjáls tími til að skoða söfn, líta í búðir og/eða setjast á kaffihús á aðaltorgi borgarinnar Munsterplatz og virða fyrir sér flóru mannlífsins. 
 
Þriðjudagur 2 okt. Heils dags ferð til Frakklands.  Víngatan fræga ekin í gegnum öll yndislegu litlu þorpin og síðan stoppað í litla vínþorpinu Riquewehr og smakkað á framleiðslunni.  Þaðan er svo farið til litlu borgarinnar Colmar, sem er lítil útgáfa af Feneyjum. Þetta er dásamleg ferð þar sem ekið er um öll fegurstu svæði  franska vínhéraðsins Elsass.  Þetta er alveg heils dags ferð.  Verð fyrir skoðunarferðina er 55 Evrur
 
Miðvikudagur 3 okt. Frjáls dagur í algjörri hvíld og afslöppun.  Fararstjóri er að sjálfsögðu til staðar ef farþega langar að gera eitthvað, sjá og skoða.
Hátíðarkvöldverður á hóteli með tónlist og dansi.
 
Fimmtudagur 4 okt. Lagt af stað kl. 11:00 út á flugvöll í Frankfurt. Flug heim til Íslands kl. 18.25 og lending að staðartíma kl. 20.45.
 
 
Verð kr. 185.900 á mann í tvíbýli.  Innifalið í verði,  flug með sköttum, 20 kg taska,  akstur til og frá flugvelli, gisting á 4* hóteli með ríkulegum morgunverði, eftirmiðdagssnarl og fjórréttaður kvöldmatur  á hverju kvöldi.  Einnig ferðin til Freiburgar.  Íslensk fararstjórn.
Aukagjald fyrir einbýli er kr. 35.900.
 
Ekki innifalið: Skoðunarferðir og aðgangur að söfnum.
 
Lágmarksþátttaka í skoðunarferðum er 20 manns.
 
   
 

Frá 185.900 kr. á mann

UPPSELT!

Gaman Ferðir bjóða  upp á  stórkostlega ferð, sem er dvöl í Svartaskógi. Þetta er ein af vinsælustu ferðum, sem boðið hefur verið upp á þessu svæði. Enda náttúrufegurðin algjörlega einstök í skóginum og aðbúnaður farþega er með því besta sem völ er á.

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir