Sun Palace er gott 4 **** stjörnu hótel staðsett uppi á hæð í Albir. Þetta hótel stendur töluvert hátt og hentar því ekki einstaklingum sem eiga erfitt með gang.
 
Sundlaugagarðurinn er fallegur með sundlaug, barnalaug, snakkbar og góðri sólbaðsaðstöðu.  Á hótelinu er einnig veitingastaður og bar. Heilsulind er á Sun Palace með gufubaði, tyrknesku baði og nuddpottum.
 
Herbergin eru fallega innréttuð með loftkælingu, síma, sjónvarpi, mini-bar, öryggishólfi og svölum. Herbergin eru með sjávarútsýn eða fjallasýn.
 
Sun Palace er með akstur gestum að kostnaðarlausu á milli hótels og strandarinnar í Albir nokkrum sinnum á dag. Þráðlaust net er á hótelinu og greiðist aukalega fyrir það. Gestir geta valið á milli þessa að vera með morgunverð, hálft fæði, fullt fæði eða allt innifalið. 

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Keflavík

Albir
Herbergi 1Herbergi 2


Herbergi 3


Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir