Hotel Sunway Playa Golf Sitges er glæsilegt 4 stjörnu hótel staðsett við sjávarsíðuna í Sitges og rétt við Terramar golfvöllinn. Hótelið er staðsett í íbúðarhverfi Sitges og er hverfið þægilegt og rólegt. Aðeins nokkrar mínútur eru í miðbæinn.
 
Í garði hótelsins eru 2 sundlaugar, ein útisundlaug og önnur yfirbyggð sundlaug. Sólbekkir og setuaðstaða er í garðinum ásamt sundlaugabar. Þakgarður er á hótelinu með heitum potti, sólbekkjum og glæsilegu útsýni yfir golfvöllinn og sjóinn. Leik aðstaða er fyrir yngri kynslóðina bæði inni og úti, en útisvæðið er yfirbyggt.
Heilsulind er á hótelinu þar sem hægt er að panta snyrti- og nuddmeðferðir gegn auka gjaldi. Einnig er líkamsrækt, gufubað og tyrkneskt gufubað.
 
Herbergin eru loftkæld með gervihnattasjónvarpi, eldhúsaðstöðu með helluborði, örbylgjuofni og þvottavél, svölum með setuaðstöðu og fríu þráðlausu interneti.
Á Sunway Playa er hjólaleiga fyrir börn og fullorðna hótelgestum að kostnaðarlausu. Kjörbúð er á hótelinu.
 
Veitingastaðirnir á Sunway Playa eru þrír talsins þar sem mikið úrval er af miðjarðarhafsréttum. Einnig er bar á hótelinu með glæsilegu útsýni yfir miðjarðarhafið.
 
Sérstakur gistiskattur er á öllum hótelgistingum í Katalóníu og þarf hver farþegi að greiða 1 evrur pr. mann pr. nótt, þó ekki meira en fyrir sjö nætur og greiðist þetta beint til hótelsins.

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Keflavík

Sitges




Herbergi 1



Herbergi 2


Herbergi 3


Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir