Tagoro er 4**** hótel staðsett ofarlega í hlíðum Costa Adeje. Fyrir framan hótelið er Gran Sur verslunarmiðstöðin og tekur  20 mín að ganga niður á Fanabe ströndina en hótelið býður upp á ferðir þangað yfir daginn.
Góður sundlaugagarður er við hótelið með leiksvæðum, skemmtidagskrá og barnaklúbbi. 
 
Íbúðirnar eru rúmgóðar og fallega innréttaðar en þær voru allar endurnýjaðar 2014. Val er um íbúð með einu svefnherbergi sem taka allt að 4 fullorðna. Þessar íbúðir eru 48 fm, allar með svölum eða verönd, síma, flatskjá, ísskáp og örbylgjuofni. Hægt er að leigja öryggishólf gegn gjaldi. 
 
Á Tagoro eru tennisvellir, minigolfvöllur og fjölbreytt úrval afþreyingar fyrir bæði fullorðna og börn. 
 
Hlaðborðsveitingastaðurinn býður upp á úrval af alþjóðlegum réttum og boðið er upp á þemakvöldverði með opnu eldhúsi. 
Þráðlaust net án endurgjalds.
 

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Keflavík

Tenerife
Herbergi 1Herbergi 2


Herbergi 3


Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir