Hotel Tahiti Playa er mjög gott 4**** hótel, staðsett í miðbæ Santa Susanna, í göngufæri frá ströndinni. Fallegur hótelgarðurinn er með beinu útsýni til sjávar, góðri sundlaug, barnalaug og heitum potti með vatnsnuddi.
 
Á hótelinu er einnig afþreyingarsvæði, lítil verslun með þvottavél og þurrkara, hárgreiðslustofa, starfræktur barnaklúbbur, veitingastaður, barir með lifandi tónlist og skemmtidagskrá fyrir börn og fullorðna.
 
Öll herbergin eru fallega nýinnréttuð með loftkælingu, flatskjá, fullbúnu baðherbergi með hárþurrku, síma, minibar, öryggishólfi og svölum með sjávarsýn.
Val er um morgunmat, hálft fæði eða fullt fæði. Á Tahiti Playa geta mest verið 4 fullorðnir saman í herbergi.
 
Þráðlaust net er á sameiginlegum svæðum hótelsins.
 
Sérstakur gistiskattur er á öllum hótelgistingum í Katalóníu og þarf hver farþegi að greiða 1 evrur pr. mann pr. nótt, þó ekki meira en fyrir sjö nætur og greiðist þetta beint til hótelsins.
 

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Keflavík

Santa Susanna
Herbergi 1


Herbergi 2


Herbergi 3


Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir