The Suites at Beverly Hills er gott og snyrtilegt 3*** hótel í Los Cristianos. Hótelið er staðsett í hlíðum Los Cristianos í 20-25 mínútna göngufjarlægð frá miðbænum og ströndinni.  Á Beverly Hills  er góður sundlaugagarður með tveimur sundlaugum, barnalaug og sólbaðsaðstöðu. Á hótelinu er einnig líkamsræktaraðstaða, keila, tennisvöllur, aðstaða til að geyma hjól, lítill supermarkaður og þvottaaðstaða. Veitingastaðurinn Piazza Terrace and bar býður upp á fjölbreytta rétti og við hliðiná honum er næturklúbbur ( sem er hljóðeinangraður til að tryggja næði gesta). Val er um stúdío, íbúð með einu svefnherbergi eða íbúð með tveimur svefnherbergjum. Íbúðirnar eru vel útbúnar helstu þægindum. Eldhúsið er með örbylgjuofn, kaffivél og eldavél. Öryggishólf og þráðlaust net er í íbúðunum en greitt er sérstaklega fyrir afnot af því. ATH greiða þarf 100 evur í tryggingagjald við innritun á hótel sem fæst endurgreitt sé íbúð skilað í sama ástandi og tekið var við henni. Hægt er að greiða aukalega og fá þá morgunverð eða hálft fæði. Beverly Hills er staðsett í frekar brattri hlíð og hentar því þetta hótel ekki fyrir þá sem eiga erfitt með gang. Hótelið býður þó upp á nokkrar ferðir niður á strönd yfir daginn. 

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

keflavík

Tenerife
Herbergi 1


Herbergi 2


Herbergi 3


Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir