Það er hér sem þú nýtur þín í og slappar af í fríinu þínu. Þetta er eitt af vinsælustu hótelum Gaman Ferða. Hótelið var allt endurnýjað 2016.
Tigotan er einstaklega gott 4**** hótel staðsett á besta stað á Playa de las Americas og er þetta nútímalegt hótel aðeins fyrir fullorðna, „adults only“.
 
Í sundlaugagarðinum er stór sundlaug, fín sólbaðsaðstaða og bar þar sem hægt er að kaupa léttar máltíðir og drykki. Veitingastaðurinn Las Canadas sér um morgun og kvöldverðinn sem er hlaðborð og var hann allur endurnýjaður í ár sem og stór hluti af hótelinu og sundlaugargarðinum.
 
Einnig var opnuð mjög flott aðstaða á þaki hótelsins í apríl 2016. Þar er flott sólbaðsaðstaða, tvær sundlaugar og heitur pottur með geggjuðu útsýni yfir ströndina og sjóinn, flottur bar, nuddherbergi og líkamsræktaraðstaða. Nektarsvæði er einnig opið þeim sem vilja öðrum megin þaksins á daginn, líkamsræktaraðstaða, nuddpottar, hárgreiðslustofa og þvottaaðstaða er á Tigotan.
 
Herbergin eru björt og falleg öll með loftkælingu, síma, sjónvarpi og svölum. Hægt er að fá herbergi sem snúa út í sundlaugagarð en greitt er sérstaklega fyrir það. Þráðlaust net er í boði.  

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Keflavík

Tenerife
Herbergi 1Herbergi 2


Herbergi 3


Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir