Options
Step19778
Instr0
Options19778-54911
Step19778
Instr1
 • 1

  Ferðapakkar
 • 2

  Lýsing ferðar
  Skref 2 af 4:
  Nú er bara málið að panta ferðina
  Strax og þú hefur staðfest ferðina, þá ferðu yfir á næstu síðu.
 • 3

  Valkostir ferðapakka
 • 4

  Greiðsla

Þessi vara/þjónusta er útrunnin

Vítamín fyrir veturinn

Italy

Frá kr.0 / á mann í 7 nætur
Ends in 15hrs 52mins

" Gaman Ferðir bjóða upp á einstaka líkams- og hugræktarferð í Ítölsku Alpana. Við förum úr björtu og jákvæðu íslensku sumri í ítölsku Alpana þar sem við undirbúum okkur fyrir áskoranir vetrarins. Við munum nota núvitund, yoga, minnkað stress og daglegar æfingar undir styrkri leiðsögn Gurrýjar og Auðar Hörpu. "

Vítamín fyrir veturinn, heilsuferð til Ítalíu 16. - 23. september

Við notum kraftinn og birtu sumarsins til þess að undirbúa okkur fyrir áskoranir vetrarins. Við fyllum okkur af orku, drögum úr streitu, lærum að velja rétt í mataræði og hefjum rétt stef fyrir venjur vetrarins. . 

Þessi ferð er kjörin fyrir þá sem vilja minnka stress, koma á góðum venjum fyrir veturinn undir tryggri leiðsögn og stíga þannig fyrsta skrefið inn í veturinn með góðu fólki, hreinum ítölskum mat, orkumiklu fjallalofti Alpanna og fjarri daglegu áreiti. Grand Hotel Presolana 4**** hótelið er staðsett á frábærum stað, með einstakt útsýni, fyrsta flokks mat og góða aðstöðu til heilsuræktar.

Þetta er fullkomin áskorun fyrir alla þá sem vilja byrja í ræktinni og tryggja nýjar venjur en einnig fyrir þá sem vilja viðhalda góðum árangri og kynnast nýrri hreyfingu en allir þátttakendur munu stækka tengslanetið sitt, stíga út fyrir þægindarammann og eiga möguleika á því að eignast nýjan eða fleiri heilsuræktarfélaga.


Þjálfarar og fararstjórar

Gurrý og Auður Harpa eru kraftmiklir og jákvæðir kennarar sem búa yfir langri reynslu á sviði heilsuræktar. Þær leiða hópinn áfram daglega í gegnum reglulegar æfingar, mismunandi hreyfingu, fræðslu, slökun og gönguferðir. Á hverjum degi verður yoga, gongslökun, gönguferðir, styrktarþjáflun og fyrirlestrar en aðra daga verður ýmis þjálfun, Trigger Point tímar eða DanceFitness. 

Verð og innifalið

Verð pr. mann er 239.900 kr. Aukagjald vegna einbýlis 35.000 kr

Innifalið í verði er flug, skattar, 20 kg innritaður farangur, lítill handfarangur samkvæmt skilmálum WOW air, gisting  í 7 nætur í  tvíbýli á Grand Hotel Presolana með fullu fæði, vatn og vínglas með hádegis og kvöldverði, akstur til og frá flugvelli, aðgangur að heilsulind hótelsins og fararstjórn. 

Athugið að lágmarksþátttaka er 20 manns og náist sjá fjöldi ekki áskilur Gaman Ferðir sér rétt til að fella niður ferðina.

Kortalán/Netgíró

Kortalán Valitors og Netgíró gerir Gaman Ferðum kleift að bjóða korthöfum einfalda og örugga greiðsludreifingu við kaup á ferðum hjá okkur. Greiðsluskipting vegna ferðakaupa getur verið í 3 til 12 mánuði og eru vextir breytilegir. Hámarksheimildir miðast við úttektarheimild, skuldastöðu, aldur og viðskiptasögu korthafa. Hafðu samband í síma 560-2000 eða sendu póst á gaman@gaman.is ef þú hefur áhuga á því borga ferðina með kortaláni eða með Netgíró.

Instagram/Twitter

Það er um að gera að ef þú ert að setja inn myndir úr ferðinni á Instagram/Twitter að merkja myndirnar #gamanferdir þannig að þær birtist á forsíðu Gaman Ferða.

 
Hvað er innifalið?
 • Flug
 • Gisting
 • Fullt fæði
 • Akstur til og frá flugvelli
 • Fræðsla og fyrirlestrar
 • Yoga
 • Aðgangur að heilsulind hótelsins
 • Íslensk fararstjórn og kennarar
 • DanceFitness
 • Flot
 • Gönguferðir
 • Gongslökun
 • Hjólaferðir - greiða þarf fyrir leigu á hjóli

Flugvöllur Gisting
Dagur 1 - Flug til Milano

Flug með  WOW air frá Keflavík til Milano 

Flug nr WW654

Brottför frá Keflavík 16.9.2017 17:55 - 00:20
Dagur 1 - 8 - Grand Hotel Presolana

Grand Hotel Presolana er gott fjögurra stjörnu hótel í Presolana.

Dagskrá

Komið er til Milano að kvöldi sunnudags og taka fararstjórar á móti hópnum, ekið verður til Presolana og tekur aksturinn um 2 klukkustundir. 


Dagur 8 - Flug frá Milano

Flug með WOW air frá Milano til Keflavíkur

Flug nr WW655

Brottför frá Milano  24.9.2017 01:20 -03:45

ATH innritun í flug er að kvöldi 23.9.2017


Aukaþjónusta

Vinsamlegast sjáðu hér fyrir neðan, úrval af viðbætum sem eru innifaldar í verði ferðalagsins þíns.

Fullt fæði
Morgunverður, hádegisverður og kvöldverður, 1/2 lítri vatn og glas af víni með hádegisverði og kvöldverði
Akstur til og frá flugvelli
Fræðsla og fyrirlestrar
Yoga
Aðgangur að heilsulind hótelsins
Íslensk fararstjórn og kennarar
Gurrý er þjálfari Biggest Loser Ísland, einkaþjálfari og yogakennari hjá Reebok Fitness. Hún hefur haldið fyrirlestra um heilsusamlegan lífstíl um allt land og hefur brennandi ástríðu fyrir yogakennslu og gonginu sínu en Gong hefur ótrúlegan heilunarmátt og hjálpar fólki að ná nýjum víddum í slökun. Auður Harpa er þjálfari og danskennari hjá Reebok Fitness. Orka hennar, kraftur og gleði eru ótrúlega smitandi. Hún er með BA í sálfræði enda með brennandi áhuga á líðan fólks, andlegri og líkamlegr
DanceFitness
Flot
Gönguferðir
Gongslökun
Hjólaferðir - greiða þarf fyrir leigu á hjóli
Fyrirspurnarform

Vítamín fyrir veturinn

Italy

Frá kr.0 / á mann í 7 nætur
Ends in 15hrs 52mins
Aðrir flugtímar