Options
Step16047
Instr0
 • 1

  Ferðapakkar
 • 2

  Lýsing ferðar
  Skref 2 af 4:
  Nú er bara málið að panta ferðina
  Strax og þú hefur staðfest ferðina, þá ferðu yfir á næstu síðu.
 • 3

  Valkostir ferðapakka
 • 4

  Greiðsla

Þessi vara/þjónusta er útrunnin

Heilsuræktarferð til Albir -Uppselt

Playa Del Albir

Frá kr.0 / á mann í 7 nætur
Ends in 15hrs 51mins

" Hvernig væri að fljúga á vit uppbyggjandi ævintýris með maka, systur, vinkonu, saumaklúbbnum eða einn síns liðs? Ævintýris sem styrkir líkama og sál. Þar sem hægt er að fræðast, æfa, slaka, hugleiða, hlæja mikið og eignast vini og minningar fyrir lífstíð. "

Heilsuræktarferð til Albír 13 -20 mai 2017

Gaman Ferðir bjóða uppá  líkamsræktarferð fyrir þá sem vilja koma sér vel af stað í líkamsræktinni eða þá sem vilja koma sér skrefi lengra  og ýta sér út fyrir rammann. Þjálfari/fararstjóri ferðarinnar er þaulvanur eftir margra ára reynslu af þjálfun og hóptímakennslu.

Í þessari ferð er yndislegt að fá tækifæri til að æfa í þægilegu loftslagi. Hvíla svo þess á milli og endurhlaða rafhlöðurnar á ströndinni eða  á göngu/hjólatúrum um nágrennið. Í ferðinni er æft tvisvar á dag og eru æfingarnar aldrei eins. Bæði er æft í nágrenni hótelsins og úti á strönd. Slökun og hugleiðsla er svo hluti af prógramminu einu sinni á dag og fæðið er hreint og ferskt.  Ekki eru nein boð eða bönn og því í góðu lagi að fá sér hvítvín eða ís á ströndinni.  En allir sem fóru í síðustu ferð komu heim í betra formi, frískari og ferskari en þegar þeir fóru af stað.  Flestir hafa haldið áfram að æfa og hugsa vel um sig eftir að hafa komist í gírinn eftir ferðina.

Kennarar og fararstjórar

Ólöf Björnsdóttir kennir í Reebok og hefur kennt hóptíma og unnið við einkaþjálfun í 15 ár. 

Verð pr mann frá 159.900 kr.  

Aukagjald vegna einbýlis 30.000 kr

Innifalið í verði er flug, skattar, gisting í tvíbýli á Albir Playa með fullu fæði, akstur til og frá flugvelli, æfingar undir leiðsögn fararstjóra, 20 kg innritaður farangur, lítill handfarangur og fararstjórn. Athugið að lágmarksþátttaka er 20 manns og náist sjá fjöldi ekki áskilur Gaman Ferðir sér rétt til að fella niður ferðina.

Kortalán/Netgíró 
Kortalán Valitors gerir Gaman Ferðum kleift að bjóða korthöfum einfalda og örugga greiðsludreifingu við kaup á ferðum hjá okkur. Greiðsluskipting vegna ferðakaupa getur verið í 3 til 12 mánuði og eru vextir breytilegir. Hámarksheimildir miðast við úttektarheimild, skuldastöðu, aldur og viðskiptasögu korthafa. Hafðu samband í síma 560-2000 eða sendu póst á gaman@gaman.is ef þú hefur áhuga á því borga ferðina með kortaláni eða með Netgíró.  

Instagram/Twitter
Það er um að gera að ef þú ert að setja inn myndir úr ferðinni á Instagram/Twitter að merkja myndirnar #gamanferdir þannig að þær birtist á forsíðu Gaman Ferða.

Hvað er innifalið?
 • Flug
 • Gisting
 • Íslensk fararstjórn
 • Akstur til og frá flugvelli
 • Fullt fæði á Albir Playa

Flugvöllur Gisting
Dagur 1 - Flug til Alicante

Flug WW616 til Alicante með WOW air.

Brottför frá Keflavík laugardaginn 13. maí kl:17.30 lending í Alicante kl: 00.10

Innifalið er 20 kg innritaður farangur og litill handfarangur

 


Dagur 1 - 8 - Hótel í Albir

Gisting

Albir Playa Hotel & Spa er 4**** hótel á frábærum stað rétt við ströndina í Albir. Það tekur örfáar mínútur að rölta á ströndina sem er steinvöluströnd. Hótelið er nútímalegt, þjónustan á hótelinu er afar fjölbreytt og því flestir sem geta fundið sér eitthvað við hæfi. Það er útisundlaug í hótelgarðinum en einnig er innisundlaug og barnalaug.  Á hverju herbergi er sjónvarp með aðgangi að fjölmörgum alþjóðlegum stöðvum, hárþurrka, minibar, svalir og þráðlaust net án endurgjalds.

 

Dæmi um dagskrá:

08.00: Hressandi morgunganga/hlaup fyrir þá sem vilja og dynamiskar teygjur á ströndinni.

10.00: Sameiginlegur morgunverður

12.00: Hádegisæfing, þar sem við bjóðum meðal annars upp á styrkæfingar með og án lóða, tabata-æfingar, æfingar með líkamsþyngd, pilatesæfingar og jóga.

14.00-17.00: Tími til að gera það sem þú vilt eins og til dæmis liggja flötum beinum á ströndinni.

18.00: Kvöldæfing, þar sem við bjóðum meðal annars upp á styrkæfingar með og án lóða, tabata-æfingar, æfingar með líkamsþyngd, pilatesæfingar og jóga.

20.00: Kvöldverður og samvera

Viið tökum hugleiðslu og góðar teygjur á hverjum degi.

Allar æfingar eru valfrjálsar. Það er misjafnt hvar fólk er statt í

æfingaferlinu og því val hvort að maður tekur þátt í öllu eða ekki.


Dagur 8 - Flug frá Alicante

Flug WW617 frá Alicante  með WOW air.

Brottför frá Alicante er laugardagskvöldið 20. maí kl 01.10 ( eftir miðnætti ) lending í Keflavík að morgni 21. maí

kl: 04.00

Innifalið er 20 kg innritaður farangur og litill handfarangur


Aukaþjónusta

Vinsamlegast sjáðu hér fyrir neðan, úrval af viðbætum sem eru innifaldar í verði ferðalagsins þíns.

Íslensk fararstjórn
Ólöf Björnsdóttir og Katrín Björnsdóttir
Akstur til og frá flugvelli
Fullt fæði á Albir Playa
Morgunverður, hádegisverður og kvöldverður er innifalinn í verði ferðar
Fyrirspurnarform

Heilsuræktarferð til Albir -Uppselt

Playa Del Albir

Frá kr.0 / á mann í 7 nætur
Ends in 15hrs 51mins
Aðrir flugtímar