Options
Step26000
Instr0
 • 1

  Ferðapakkar
 • 2

  Lýsing ferðar
  Skref 2 af 4:
  Nú er bara málið að panta ferðina
  Strax og þú hefur staðfest ferðina, þá ferðu yfir á næstu síðu.
 • 3

  Valkostir ferðapakka
 • 4

  Greiðsla

Skíðaferð Gaman Ferða með Stebba og Eyfa

Salzburg

Frá kr.195.500 / á mann í 7 nætur
Brottför eftir 67 daga 14 klst og 51 minútur

" Gaman Ferðir bjóða upp á skíðaferð með skemmtanastjórunum Stefáni Hilmarssyni og Eyjólfi Kristjáns. Ferðin er dagana 3.-10. febrúar og haldið verður til Austurríkis í skíðabæinn ST. Michel í Lungau Gist verður á Skihotel Speieireck sem er í eigu Íslendinga og notið mikilla vinsælda síðustu ár meðal okkar Íslendinga. "

Stebbi og Eyfi munu vera með tvær kvöldvökur, sunnudags og þriðjudagskvöld. Síðan munu þeir slá upp tónleikum á fimmtudagskvöldinu eins og þeim einum er lagið og spila nokkur af sínum allra vinsælustu lögum. Fararstjóri ferðarinnar, hann Doddi, sem einnig er hótelstjórinn á Skihotel Speiereck mun vera gestum innan handar meðan dvöl stendur og mun hann einnig bjóða upp á skoðunarferðir fyrir þá sem hafa áhuga á því.

Verð pr.mann 195.500 kr. í tvíbýli, þríbýli, fjórbýli eða fjölskylduherbergi sem rúmar mest 6 manns.

Sama verð er fyrir fullorðna og börn. Aukagjald fyrir einbýli er 12.000 kr.

Hámarks fjöldi í þessa ferð er 40 manns. Ef áhugi er að bóka aðra herbergistýpu en tvíbýli þarf að hafa samband við okkur á skrifstofunni í síma 560 2000 eða senda okkur tölvupóst á gaman@gaman.is

Innifalið í verði

Flug, skattar, 20 kg taska, flutningur á skíðum, handfarangur samkvæmt WOW air, akstur til og frá flugvelli, gisting í 7 nætur með hálfu fæði, kvöldvökur og tónleikar með Stebba og Eyfa og íslensk fararstjórn.

Skíðasvæðið Lungau

Lungau – Skíðasvæðið er skíðasvæði Gaman Ferða í Austurríki. Skíðasvæðið í Lungau er frábært fyrir alla í fjölskyldunni og spannar svæðið allt að 300 km af skíðabrautum. Lungau er staðsett 100 km frá flugvellinum í Salzburg.

Lungau í Austurríki hefur notið mikilla vinsældar meðal íslendinga síðastliðin ár og má það rekja einna helst til hótelsins Skihotel Speiereck en það er rekið af íslendingum sem taka opnum örmum á móti gestum sínum sem margir koma til þeirra aftur og aftur. Skíðasvæðið er með mjög góða aðstæður fyrir allt skíðafólk, hvort sem þú ert byrjandi eða hefur skíðað í mörg ár. Í Lungau er yfirleitt minni biðtími eftir lyftunni og því að komast í næstu ferð í brekkunni. Svæðið er mjög snjóöruggt og fjölskylduvænt. Lunagau skíðasvæðið er með 150 km af skíðabrekkum en er hluti af stærra skíðasvæði sem spannar 300 km svæði. Skíðafólk getur valið hvort það kaupi skíðapassa sem gildir á bæði svæðin.

Auðvelt er að ferðast á milli svæða innan Lungau eins og frá Speiereck til Mauterndorf og svo frá Katschberg yfir til St. Margarethen. Skíðarúta fer reglulega á milli svæðanna og gaman að prófa sem flest skíðasvæði.

Við Speiereck – Sonnenbahn kláfinn er skíðamiðstöð en þar er skíðaskóli, skíðaleiga, skíðaverslun og veitingastaður með bar þar sem þú upplifir ekta austuríska apés-ski stemmingu eftir góðan dag í fjallinu.

Grosseck- Speiereck – skíðavæðið er þar sem Skihotel Speiereck er staðsett en þar er mikið af skemmtilegum og fjölbreyttum brekkum í göngufæri frá hótelinu og nánast er hægt að skíða heim að dyrum. Á þessu svæði er einnig að finna góða veitingastaði.

Katschberg – Aineck skíðasvæði er mjög líflegt og eru þar brekkur fyrir byrjendur og lengra komna, börn eða fullorðna. Frá Aineck er hægt að renna sér niður í St. Margarethen eftir lengstu brekkunni sem er á svæðinu það er nú heldur betur gaman. Seinnipartinn myndast ekta aprés- ski stemming í bænum sem allir þurfa að prófa að upplifa.

Skíðapassinn gildir á þessi svæði er talin eru upp að ofan og kostar passinn í kringum 190 EUR fyrir fullorðna og 100 EUR fyrir börn. Hægt er að borga aukaleg sirka 40 EUR en þá gildir skíðapassinn líka á Obertauern – svæðið en það er talið eitt flottasta svæðið. Í Obertauern er góð aðstaða til snjóbretta iðkunar.

Skihotel Speiereck

Skihotel Speiereck er notalega 3 *** stjörnu hótel staðsett í bænum St Michael í Lungau. Þetta hótel hefur þá sérstöðu að það er rekið af íslenskum hjónunum Dodda og Þyrí. Gaman Ferðir eru stoltir að geta boði farþegum sínum upp á þessa gistingu því þjónustan, maturinn og andrúmsloftið á hótelinu er hreint út sagt frábært. Það er engin furða en margir hverjir sem gist hafa á Speiereck koma ár eftir ár. Hótelið er staðsett í sirka 5 mínútna göngufjarlægð frá skíðakláfnum og nánast hægt að skíða heim að hóteli.

Kortalán/Netgíró

Kortalán Valitors og Netgíró gerir Gaman Ferðum kleift að bjóða korthöfum einfalda og örugga greiðsludreifingu við kaup á ferðum hjá okkur. Greiðsluskipting vegna ferðakaupa getur verið í 3 til 12 mánuði og eru vextir breytilegir. Hámarksheimildir miðast við úttektarheimild, skuldastöðu, aldur og viðskiptasögu korthafa. Hafðu samband í síma 560-2000 eða sendu póst á gaman@gaman.is ef þú hefur áhuga á því borga ferðina með kortaláni eða með Netgíró.

Instagram/Twitter

Það er um að gera að ef þú ert að setja inn myndir úr ferðinni á Instagram/Twitter að merkja myndirnar #gamanferdir

Farangursheimild

Innifalið í verði er ein 20 kg taska og eitt par af skíðum. Hver gestur má hafa með sér eina tösku í handfarangri, þó ekki stærri en 42x32x25 cm. Auk þess má hafa meðferðis fríhafnarpoka. Ekki er leyfilegt að hafa vökva í handfarangri. Hámarksþyngd handfarangurs er 10 kg.


Hvað er innifalið?
 • Flug
 • Gisting
 • 20 kg taska
 • Hálft fæði
 • Tónleikar með Stebba og Eyfa
 • Akstur til og frá flugvelli
 • Flutningur á skíðum
 • Íslensk fararstjórn
 • 2 x kvöldvaka með Stebba og Eyfa

Flugvöllur Gisting
Dagur 1 - Flug til Salzburg

Dagur 1 - 8 - Gisting

Dagur 8 - Flug frá Salzburg

Aukaþjónusta

Vinsamlegast sjáðu hér fyrir neðan, úrval af viðbætum sem eru innifaldar í verði ferðalagsins þíns.

20 kg taska
Hálft fæði
Tónleikar með Stebba og Eyfa
Akstur til og frá flugvelli
Flutningur á skíðum
Íslensk fararstjórn
2 x kvöldvaka með Stebba og Eyfa
Velja dagsetningu
Dagur 1 - Veldu flugvöll

Dagur 1 - 8 - Veldu hótel
7 Nótt / Nætur
Skihotel Speiereck
3*
Dagur 8 - Veldu flugvöll

Veldu brottfarardag
confirming availability
Mán
Þri
Miðv.
Fim
Fös
Lau.
Sun.
Mögulegar dagsetningar
Valdar dagssetningar
Lægstu verð
Ekki í boði

* Verð á mann miðað við 2 einstaklinga saman í herbergi. Það er sama verð fyrir börn í fótbolta- og tónleikaferðir. (Smelltu hér til að breyta fjölda farþega í bókun. Smelltu svo á dagatalið til að endurreikna ferðina.)
Herbergi
Fullorðin
12+ár
Börn
2-11ár
Ungabörn
0-23mán.

Aldur barns 1
Aldur barns 2
Aldur barns 3
Aldur barns 4
Aldur barns 5
Aldur barns 6

Herbergi 2
Fullorðin
12+ár
Börn
2-11ár
Ungabörn
0-23mán.

Aldur barns 1
Aldur barns 2
Aldur barns 3
Aldur barns 4
Aldur barns 5
Aldur barns 6

Herbergi 3
Fullorðin
12+ár
Börn
2-11ár
Ungabörn
0-23mán.

Aldur barns 1
Aldur barns 2
Aldur barns 3
Aldur barns 4
Aldur barns 5
Aldur barns 6


Fyrirspurnarform

Skíðaferð Gaman Ferða með Stebba og Eyfa

Salzburg

Frá kr.195.500 / á mann í 7 nætur
Brottför eftir 67 daga 14 klst og 51 minútur
Aðrir flugtímar