Options
Step23192
Instr0
 • 1

  Ferðapakkar
 • 2

  Lýsing ferðar
  Skref 2 af 4:
  Nú er bara málið að panta ferðina
  Strax og þú hefur staðfest ferðina, þá ferðu yfir á næstu síðu.
 • 3

  Valkostir ferðapakka
 • 4

  Greiðsla

Þessi vara/þjónusta er útrunnin

Tel Aviv - UPPSELT

Tel Aviv

Frá kr.0 / á mann í 6 nætur
Ends in 14hrs 52mins

" Gaman Ferðir bjóða uppá einstaka ferð sem enginn má missa af til landsins helga. Gist í 6 nætur í Tel Aviv sem er á mörkum austur-og vesturheims við botn miðjarðarhafsins. Borgin er í senn vestræn, nútímaleg með hátækniiðnað, alþjóðleg viðskipti og iðandi strandlíf sem og í nálægð eyðimerkurinnar, þar sem hirðingjar fara um a milli grænna vinja á úlföldum sínum. "

Einstök ferð til TEL AVIV

1 - 7 nóvember 2017

Fararstjóri. Sr Hjörtur Magni Jóhansson prestur

Fararstjóri ferðarinnar er Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson sem nam við Hebreska Háskólann í Jerúsalem sem og við Sænska guðfræðistofnun þar í borg. Hann bjó rúm tvö ár í Jerúsalem og verið þar fararstjóri. Hann þekkir þar hvern krók og kima Hjörtur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.

 Milljónir heimsækja borgina árlega. Klukkutíma akstur er til Jerúsalem, sem lengi var talin miðja jarðarinnar og er helgasta borg veraldar. Þar liggja djúpar rætur stóru þriggja eingyðistrúarhefðanna, gyðingadóms, kristni og Islam. Allir verða að koma eini sinni á ævinni til Jerúsalem. Í þessari ferð gefst loks tækifæri að fá hlutlausa og yfirvegaða innsýn í þær trúarhefðir, sem og deilur Ísraela og Palestínumanna á Vesturbakkanum, sem vissulega hafa sett mark sitt á heimsmálin undanfarna áratugi.Andrúmsloftið er alþjóðlegt og afslappað og er glæpatíðni lág í borginni, enda er mikil áhersla lögð á öryggiseftirlit án þess þó að það sé íþyngjandi. Ferðamenn sem hafa farið til Tel Aviv á síðustu misserum róma þá öryggisgæslu sem þar er.


Verð pr mann 149.900 kr í tvíbýli, innifalið er flug með sköttum, 20 kg innritaður farangur og handfarangur, akstur til og frá flugvelli, skoðunarferð til Jerikó,gisting í 6 nætur með morgunverið á MAXIM DESIGN HOTEL TEL AVIV, sem er mjög gott hótel og vel staðsett. Útsýni yfir Miðjarðarhafið og er 2 mínútna gangur á ströndina, mikið er af verslunum í aðeins 5 mínútna göngufæri þ.á.m hinn frægi markaður Hacarmel Market. Mikið er af frábærum veitingahúsum innan seilingar.

Aukagjald vegna einbýlis 39.500 kr

Athugið að lágmarksþátttaka í ferðina er 20  manns og náist sá fjöldi ekki áskilur Gaman Ferðir sér rétt til að fella ferðina niður. 

Kortalán / Netgíró

Kortalán Valitors gerir Gaman Ferðum kleift að bjóða korthöfum einfalda og örugga greiðsludreifingu við kaup á ferðum hjá okkur. Greiðsluskipting vegna ferðakaupa getur verið í 3 til 12 mánuði og eru vextir breytilegir. Hámarksheimildir miðast við úttektarheimild, skuldastöðu, aldur og viðskiptasögu korthafa. Hafðu samband í síma 560-2000 eða sendu póst á gaman@gaman.is ef þú hefur áhuga á því borga ferðina með kortaláni eða með Netgíró.Hvað er innifalið?
 • Flug
 • Gisting
 • Flug
 • 20 kg farangur
 • Skoðunarferð til Jerikó
 • Akstur til og frá flugvelli
 • Íslensk fararstjórn
 • Valfrjálsar skoðunarferðir

Flugvöllur Gisting
Dagur 1 - Keflavík - Tel Aviv

1. nóvember flug með WOW air til Tel Aviv

 WW698  kl 07:00 -16:00

1 x innrituð taska 20 kg og handfarangur samkvæmt skilmálum WOW air.Dagur 1 - 7 - Gisting

Gisting

Gisting á hótel MAXIM DESIGN HOTEL TEL AVIV, sem er  gott hótel og vel staðsett. Útsýni yfir Miðjarðarhafið og er 2 mínútna gangur á ströndina, mikið er af verslunum í aðeins 5 mínútna göngufæri þ.á.m hinn frægi markaður Hacarmel Market. Mikið er af frábærum veitingahúsum innan seilingar. 


Dagskrá ferðarinnar er í stórum dráttum eftirfarandi :

1. nóvember

Flogið til Tel Aviv kl. 07:00 og tekur flugið um 6 klukkustundir. Við komu bíður áætlunarbifreið og flytur farþega á hótelið. Frjáls eftirmiðdagur til að kanna borgina, ströndina og umhverfið.

2. nóvember

Farið er Jerúsalem og Betlehem og Ólífufjallið þar sem einstakt útsýni yfir musterissvæðið og gömlu borgina. Gengið um gömlu borgina, komið við í öllum hverfum trúarhefðanna þriggja og á fleiri stöðum. Það er aðeins klukkustundar akstur á milli Jerúsalem og Tel Aviv.- val fráls skoðunarferð verði stillt í hóf.

3. nóvember

Ekið til borgarinnar Jerikó, sem er rúmlega 250 metrum undir sjávarmáli. Jerikó er bæði elsta borg veraldar sem enn er byggð og sú lægsta. Síðan gefst tækifæri til að baða sig í hinu brimsalta Dauðahafi, sem hefur mikinn lækningarmátt og þar sem enginn getur sokkið. Kurman hellarnir verða skoðaðir en í þeim fundust Dauðahafshandritin frægu - skoðunarferð innifalin ferðinni.

4. nóvember

Frídagur í Jerúsalem með leiðsögn fyrir þá sem þess óska.

5. nóvember

Farið norður til Galíleu og að hinni fögru Hífa, Nazaret og Galíleuvatni, ógleymanleg ferð. - val frjáls skoðunarferð verði stillt í hóf.

6.nóvember

Frídagur í Tel Aviv og loka máltíð hópsins snædd á fallegu veitingahúsi sem Sr. Hjörtur Magni velur fyrir hópinn - valfrjálstDagur 7 - Tel Aviv - Keflavík

7. nóvember flug með WOW air frá Tel Aviv

 WW699 kl 07:10 -13:10

1 x innrituð taska 20 kg og handfarangur samkvæmt skilmálum WOW air.


Aukaþjónusta

Vinsamlegast sjáðu hér fyrir neðan, úrval af viðbætum sem eru innifaldar í verði ferðalagsins þíns.

Flug
20 kg farangur
Skoðunarferð til Jerikó
Akstur til og frá flugvelli
Íslensk fararstjórn
Valfrjálsar skoðunarferðir
Fyrirspurnarform

Tel Aviv - UPPSELT

Tel Aviv

Frá kr.0 / á mann í 6 nætur
Ends in 14hrs 52mins
Aðrir flugtímar