Options
Step27299
Instr0
Options27299-67686
Step27299
Instr1
 • 1

  Ferðapakkar
 • 2

  Lýsing ferðar
  Skref 2 af 4:
  Nú er bara málið að panta ferðina
  Strax og þú hefur staðfest ferðina, þá ferðu yfir á næstu síðu.
 • 3

  Valkostir ferðapakka
 • 4

  Greiðsla

Vestur Karíbahaf- Carnival Vista - 15. - 26. mars

Miami

Frá kr.297.800 / á mann í 11 nætur
Brottför eftir 91 daga 15 klst og 48 minútur

" Miami – Cozumel – Grand Cayman – Ocho Rios- Miami Gaman Ferðir bjóða upp á siglingu frá Miami 15. - 26. mars um vestur Karíbahaf á skipinu Carnival Vista sem er í skipaflota Carnival Cruise. Þetta er sannkölluð dekur og lúxusferð og er skemmtiferðasigling upplifun sem gleymist aldrei. Komdu með því það verður Gaman. "

Gaman Ferðir bjóða upp á siglingu frá Miami um vestur Karíbahaf á skipinu Carnival Vista sem er í skipaflota Carnival Cruises. Ferðin telur ellefu nætur, tólf daga. Flogið verður í beinu flugi til Miami með WOW air og gist verður á Miami í þrjár nætur áður en siglingin hefst. Siglingin stendur yfir í sex nætur og stoppað verður á þremur dásamlegum ævintýraeyjum. Eftir siglinguna verður gist í tvær nætur á Miami áður en flogið verður aftur heim til Íslands

Carnival Cruise – Carnival Vista

Carnival Cruises er eitt besta skipafélagið sem siglir í Karíbahafi enda sérhæfir Carnival Cruises sig í skemmtisiglingum þar. Í flota Carnival Cruise eru 25 stórglæsileg skemmtiferðaskip. Siglingarnar eru allt frá 3-15 dögum. Um borð hjá Carnival Cruise er eitthvað fyrir alla fjölskylduna, fjölbreytt afþreying og stanslaust fjör. Carnival Cruises leggur mikið upp úr því að allir í fjölskyldunni finni eitthvað við sitt hæfi. Stórkostleg vatnaveröld með vatnsrennibrautum, sundlaug, og sólbaðsaðstöðu. Mingolf, kvikmyndahús, leikhús, spilavíti, heilsulind, barna -og unglingaklúbbar og ótal margt fleira er í boði um borði í Carnival Cruise. Veitingastaðirnir eru sjö talsins og átta barir og kaffihús. Um borð hjá Carnival eru þjónustan persónuleg og lífleg. Þeir sem silgt hafa með Carnival Cruises er allir sammála að þá langar alla aftur. Siglt verður á nýjasta skipinu Carnival Vista en það var sjósett 2017. Þetta glæsilega skip er 133.500 tonn, 322 metrar að lengd, 15 þilför, rúmar 3900 farþega og áhafnameðlimir eru 1450 talsins.

Verð pr. mann er 297.800 kr. miðað við 2 saman í innri klefa. 

Verð pr. mann er 342.900 kr. miðað vð 2 saman í klefa með svölum.


Innifalið í verði

Innifalið er flug til og frá Miami með WOW air. Gisting á Hilton Hotel Cabana í þrjár nætur fyrir siglingu og tvær nætur eftir siglingu. Skemmtisigling í sex nætur á Carnival Vista með fullu fæði um borð, afþreying, allar ferðir milli flugvallar og skips, skoðunarferð um Miami, hafnargjöld, skattar og þjórfé.

Ekki innifalið

Skoðunarferðir á áfangastöðum skipsins.

Hér er hægt að skoða þær skoðunarferðir sem eru í boði hjá Carnvial Vista

Skoðunarferðir frá Carnival

Annað sem ekki er tekið fram í ferðalýsingu.

Áfengir drykkir – ATH hægt er að kaupa drykkjapakka fyrir 50 dollar pr. dag.

Morgunverður á Hóteli í Miami

ATH ekki er fararstjóri í þessari ferð en ítarlegur kynningafundur veður haldin áður en ferð hefst. 

Gott að vita

Ekki eru notaðir peningar um borð í skipinu heldur er notast við kort sem skipafélagði afhendir og á bakvið það er debet eða kreditkort farþega. Greitt er í dollurum fyrir alla auka þjónustu um borð. Áður en ferðin hefst er stofnaður reikningur með debet eða kreditkorti og tekur Carnival Cruise strax frá heimild á kortinu í byrjun ferðar sem eru um það bil 24 þús kr ISK. Það er til þess að tryggja að innistæða sé á kortinu fyrir mögulegri þjónustu og vöru sem farþegar gætu viljað nýta sér um borð.

Það er hægt að kaupa þrjá mismunandi aðganga til þessa að komast á internetið. En hafa skal í huga að þó að keyptur sé dýrasti pakkinn er netsambandið á skipinu ekki fullkomið. Það er t.d ekki hægt að fara inn á kóðaðar heimasíður eins og heimabanka. Eins ræður netið ekki við myndskeið og er lengi að hlaða niður myndum. Það er ekki símasamband um borð á skipinu þegar skipið er á siglingu.

Klefarnir sem eru með svölum eru staðsettir á fjórða og fimmta þilfari og eru klefarnir um það bil 20-22 fm. Innri klefarnir eru staðsettir á sjötta og sjöunda þilfari og eru um þð bil 17 fm.

Allir farþegar þurfa að sækja um ESTA og má gera það Hér


Kortalán/Netgíró

Kortalán Valitors og Netgíró gerir Gaman Ferðum kleift að bjóða korthöfum einfalda og örugga greiðsludreifingu við kaup á ferðum hjá okkur. Greiðsluskipting vegna ferðakaupa getur verið í 3 til 12 mánuði og eru vextir breytilegir. Hámarksheimildir miðast við úttektarheimild, skuldastöðu, aldur og viðskiptasögu korthafa. Hafðu samband í síma 560-2000 eða sendu póst á gaman@gaman.is ef þú hefur áhuga á því borga ferðina með kortaláni eða með Netgíró.

Instagram/Twitter

Það er um að gera að ef þú ert að setja inn myndir úr ferðinni á Instagram/Twitter að merkja myndirnar #gamanferdir

Farangursheimild

Innifalið í verði er ein 20 kg taska. Hver gestur má hafa með sér eina tösku í handfarangri, þó ekki stærri en 42x32x25 cm. Auk þess má hafa meðferðis fríhafnarpoka. Ekki er leyfilegt að hafa vökva í handfarangri. Hámarksþyngd handfarangurs er 10 kg.


Hvað er innifalið?
 • Flug
 • Gisting
 • Skoðunarferð á Miami
 • Akstur til og frá flugvelli
 • Akstur til og frá skipi
 • Fullt fæði á Carnival Vista
 • 5 nætur á Hilton Cabana
 • 20 kg taska
 • Þjórfé og hafnargjöld

Flugvöllur Gisting
Dagur 1 - 12 - Flug

15. mars flug með WOW air frá Keflavík til Miami WW 131 kl 16:00-20:30

26. mars flug með WOW air frá Miami til Keflavík WW 132 kl 18:45-23:00

1 x innrituð taska 20 kg og 10 kg í handfarangri 


Dagur 1 - 12 - Carnival Vista

15. - 18. mars

Flogið verður með WOW air til Miami. WW 131 kl 16:00 KEF-MIA. Lent verður í Miami kl 20:30 Farþegar eru keyrðir upp á hótel þar sem gist verður næstu þrjár nætur áður en farið verður um borð á Carnival Vista.  Farþegar verða sóttir á hótel upp úr hádegi 18. mars og keyrt niður að höfninni þar sem Carnival Vista mun bíða okkar. Farið verður um borð og komið sér fyrir. Akkerum er síðan lyft kl 16:00. Farþegar hittast í sameiginlegum kvöldverði og síðan er tilvalið að rölta um skipið ná áttum og sjá hvað er í boði um borð.

19. mars

Þessum degi verður varið á siglingu og nú er tilvalið að nýta sér það sem er í boði um borð á Carnival Vista. Prófa einn af þeim sjö veitingastöðum sem er um borð. Fara á RedFrog barinn og smakka bjórinn sem bruggaður er um borð, far í bíó, kíkja í verslanir eða fara og njóta sín í sólinni á efsta þilfari skipsins.

20. mars Cozumel – Mexico 

Komið verður til Cozumel í Mexikó að morgni kl 07:00. Þetta er dásamleg eyja og fullkomin fyrir þá sem hafa áhuga á því að snorkla og kafa í kóralarifinu og fagurbláum sjónum. Svo er hægt að fara í jeppasafarí, synda með höfrungum og að sjálfsögðu hægt að smakka smá Tequila. Carnvial Vista fer frá Cozumel kl 16:00.

21. mars Grand Cayman – Cayman Islands 

Við komum til Grand Cayman kl 10:00 og hér gefst meðal annars tækifæri að synda með stingskötum og skjaldbökum, fara í bátsferð, versla tollfrjálsan varning eða bara slaka á og njóta sín á ströndinni. Farið verður frá Grand Cayman kl 16:00.

22. mars Ocho Rios - Jamaica 

Jamaíka í dag og komum við til eyjunnar Ocho Rios kl 09:00 þar sem ný ævintýri taka við. Jeppasafarí, romm smökkun, safarí á buggy bílum, vatnasafarí, synda með höfrungum eða bara slaka á ströndinni. Þetta og ótal margt fleira er í boði í dag til afþreyingar á Ocho Rios. Carnival Vista fer kl 16:00.

23. mars dagur á Carnival Vista

Í dag er síðasti dagurinn á Carnival Vista og síðasti sjéns að reyna á heppnina og fara í spilavítið. Láta dekra við sig í heilsulindinni eða sötra kokteila og liggja í sólbaði á sólarþilfari skipsins.

24.- 26. mars - Miami

Komið er til Miami kl 08:00 að morgni. Eftir morgunverð komum við okkur frá borði en þar mun bíða okkur rúta sem tekur á móti okkur í Miami. Þar sem herbergin verða ekki tilbúin fyrr en eftir hádegi munum við fara í sirka 3-4 klst. skoðunarferð um Miami í rútu. Eftir skoðunarferðina förum við á Hótel Hilton Cabana þar sem gist verður í tvær nætur. Flogið verður heim 26.mars kl 18:45 og lent í Keflavík kl 23:00.Aukaþjónusta

Vinsamlegast sjáðu hér fyrir neðan, úrval af viðbætum sem eru innifaldar í verði ferðalagsins þíns.

Skoðunarferð á Miami
Akstur til og frá flugvelli
Akstur til og frá skipi
Fullt fæði á Carnival Vista
5 nætur á Hilton Cabana
20 kg taska
Þjórfé og hafnargjöld
Velja dagsetningu
Dagur 1 - 12 - Veldu flugvöll

Dagur 1 - 12 - Veldu hótel

11 Nótt / Nætur
Carnival Vista - Klefi með svölum
5*
11 Nótt / Nætur
Carnival Vista - Innri klefi
5*
Veldu brottfarardag
confirming availability
Mán
Þri
Miðv.
Fim
Fös
Lau.
Sun.
Mögulegar dagsetningar
Valdar dagssetningar
Lægstu verð
Ekki í boði

* Verð á mann miðað við 2 einstaklinga saman í herbergi. Það er sama verð fyrir börn í fótbolta- og tónleikaferðir. (Smelltu hér til að breyta fjölda farþega í bókun. Smelltu svo á dagatalið til að endurreikna ferðina.)
Herbergi
Fullorðin
12+ár
Börn
2-11ár
Ungabörn
0-23mán.

Aldur barns 1
Aldur barns 2
Aldur barns 3
Aldur barns 4
Aldur barns 5
Aldur barns 6

Herbergi 2
Fullorðin
12+ár
Börn
2-11ár
Ungabörn
0-23mán.

Aldur barns 1
Aldur barns 2
Aldur barns 3
Aldur barns 4
Aldur barns 5
Aldur barns 6

Herbergi 3
Fullorðin
12+ár
Börn
2-11ár
Ungabörn
0-23mán.

Aldur barns 1
Aldur barns 2
Aldur barns 3
Aldur barns 4
Aldur barns 5
Aldur barns 6


Fyrirspurnarform

Vestur Karíbahaf- Carnival Vista - 15. - 26. mars

Miami

Frá kr.297.800 / á mann í 11 nætur
Brottför eftir 91 daga 15 klst og 48 minútur
Aðrir flugtímar