Options
Step25109
Instr0
Options25109-64465
Step25109
Instr1
Options25109-64465
Step25109
Instr1
 • 1

  Ferðapakkar
 • 2

  Lýsing ferðar
  Skref 2 af 4:
  Nú er bara málið að panta ferðina
  Strax og þú hefur staðfest ferðina, þá ferðu yfir á næstu síðu.
 • 3

  Valkostir ferðapakka
 • 4

  Greiðsla

Þessi vara/þjónusta er útrunnin

Yoga og slökun í Tossa de Mar - Ný ferð!

Tossa de Mar

Frá kr.0 / á mann í 7 nætur
Ends in 14hrs 53mins

" Lúxusferð - Yoga og slökun.Gaman Ferðir bjóða upp á 7 nátta sannkallaða lúxusferð í jóga og slökun. Það er hún Ása Sóley yoga kennari sem leiðir hópinn í þessari dásamlegu ferð. Á hverjum degi mun Ása bjóða upp á yoga, hugleiðslu og slökun ýmist á hótelinu eða á ströndinni. Þess á milli er frjáls tími þar sem hægt er að nýta t.d í heilsulind hótelsins, gera vel við sig og fara í nudd eða einfaldlega slaka á í sólinni á sundlaugarbakkanum. Hótelið býður upp á fyrsta flokks mat og er hver máltíð upplifun fyrir sig. "

Lúxusferð - Yoga og slökun í Tossa de Mar - 2.- 9.okt

Gaman Ferðir bjóða upp á 7 nátta sannkallaða lúxusferð í jóga og slökun. Það er hún Ása Sóley yoga kennari sem leiðir hópinn í þessari dásamlegu ferð. Á hverjum degi mun Ása bjóða upp á yoga, hugleiðslu og slökun ýmist á hótelinu eða á ströndinni. Þess á milli er frjáls tími þar sem hægt er að nýta t.d í heilsulind hótelsins, gera vel við sig og fara í nudd eða einfaldlega slaka á í sólinni á sundlaugarbakkanum. Hótelið býður upp á fyrsta flokks mat og er hver máltíð upplifun fyrir sig. Bærinn Tossa de Mar er einstaklega heillandi með þröngum götum, fjölbreyttu mannlífi og fjöldan allan af sælkera veitingastöðum

Yoga kennari og fararstjóri 

Ása Sóley hefur æft yoga í 7 ár og kennt yoga í fjögur ár. Ása útskrifaðist sem yogakennari frá Yoga Shala Reykjavík í apríl árið 2013. Árið 2014 tók Ása Sóley kennararéttindi í Hot Yoga hjá Jimmey Barkan á Costa Rica og sumarið 2015 lauk hún 200 tíma kennaranámi hjá High Vibe Yoga á Balí. Eftir að Ása fór að kenna yoga fann hún að það var það sem hún vildi starfa við og hætti því dagvinnu sinni í ferðaþjónustu til þess að vera yogakennari í fullustarfi. Ása Sóley telur það bestu ákvörðun sem hún hefur tekið í lífinu og segir yoga vera það sem að heldur henni gangandi.

Verð

Verð pr mann er 168.900 kr.  Innifalið í verði er flug, skattar, gisting í tvíbýli á Gran Reymar með hálfu fæði, akstur til og frá flugvelli, Yoga kennsla alla daga og hugleiðsla,   1 x aðgangur að heilsulind hótelsins,  1 taska pr. mann 20 kg, handfarangur og fararstjórn. Athugið að lágmarksþátttaka er 15 manns og náist sjá fjöldi ekki áskilur Gaman Ferðir sér rétt til að fella niður ferðina.

Kortalán/Netgíró 
Kortalán Valitors gerir Gaman Ferðum kleift að bjóða korthöfum einfalda og örugga greiðsludreifingu við kaup á ferðum hjá okkur. Greiðsluskipting vegna ferðakaupa getur verið í 3 til 12 mánuði og eru vextir breytilegir. Hámarksheimildir miðast við úttektarheimild, skuldastöðu, aldur og viðskiptasögu korthafa. Hafðu samband í síma 560-2000 eða sendu póst á gaman@gaman.is ef þú hefur áhuga á því borga ferðina með kortaláni eða með Netgíró.  

Instagram/Twitter
Það er um að gera að ef þú ert að setja inn myndir úr ferðinni á Instagram/Twitter að merkja myndirnar #gamanferdir þannig að þær birtist á forsíðu Gaman Ferða.

 

Hvað er innifalið?
 • Flug
 • Gisting
 • Íslensk fararstjórn
 • Akstur til og frá flugvelli
 • Hálft fæði á Gran Reymar
 • Yoga tímar og hugleiðsla
 • 1 x aðgangur að heilsulindinni

Flugvöllur Gisting
Flug til Barcelona

2. okt  flug með WOW air frá Keflavík til Barcelona - WW626 kl 17:30-23:50

1 x innrituð taska 20 kg. og handfarangur samkvæmt skilmálum WOW air.


Hótel

Dagskrá

2. okt - Komudagur. Flogið með WOW air frá Keflavík til Barcelona kl 17:30-23:50. Farþegar eru frá flugvellinum í Barcelona til Tossa de Mar en aksturinn tekur sirka eina og hálfa klst.

3. okt - Eftir langt ferðalag kvöldið áður förum við í gegnum mjúkt og endurnærandi yogaflæði sem endar á yoga nidra, leiddri djúpslökun. Förum svo endurnærð inní daginn og njótum sólarinnar.

4. okt - Byrjum daginn á hressandi yogaflæði á ströndinni. Liðkum líkamann og styrkjum, öndum að okkur sjávarloftinu og endum á góðri slökun. Seinni partinn hittumst við svo á fallegum stað við sjóinn þar sem við munum setjast niður og fara í gegnum hugleiðslu og öndunaræfingar.

5. okt - Í dag fáið þið að sofa út og við hittumst seinni partinn í yoga salnum á hótelinu og endum daginn á yogaflæði og góðri slökun. Vinnum með andardráttinn og liðkum og styrkjum líkamann.

6. okt - Byrjum daginn á hressandi yogaflæði á ströndinni. Liðkum og styrkjum líkamann, öndum að okkur sjávarloftinu og endum á góðri slökun. Seinni partinn hittumst við svo á fallegum stað við sjóinn þar sem við munum setjast niður og fara í gegnum hugleiðslu og öndunaræfingar.

7. okt - Í dag fáið þið að sofa út og við hittumst seinni partinn í yoga salnum á hótelinu og endum daginn á yogaflæði og góðri slökun. Vinnum með andardráttinn og liðkum og styrkjum líkamann.

8. okt - Byrjum daginn á hressandi yogaflæði á ströndinni. Liðkum og styrkjum líkamann, öndum að okkur sjávarloftinu og endum á góðri slökun. Seinni partinn hittumst við svo á fallegum stað við sjóinn þar sem við munum setjast niður og fara í gegnum hugleiðslu og öndunaræfingar.

9.okt - Morgun yoga á hótelinu. Gerum okkur klár fyrir ferðalagið heim með hressandi yogaflæði og endum á yoga nidra, leiddri djúpslökun. Farþegar sóttir á hótel um kvöldið og keyrðir upp á flugvöll. Flug frá Barcelona til Keflavíkur kl 00:50-03:30.

 

Flug frá Barcelona

9. okt flug með WOW frá Barcelona til Keflavíkur - WW 00:50-03:30

1 x innrituð taska 20 kg. og handfarangur samkvæmt skilmálum WOW air. 

ATH farið er upp á flugvöll að kvöldi 9. okt


Aukaþjónusta

Vinsamlegast sjáðu hér fyrir neðan, úrval af viðbætum sem eru innifaldar í verði ferðalagsins þíns.

Íslensk fararstjórn
Akstur til og frá flugvelli
Hálft fæði á Gran Reymar
Yoga tímar og hugleiðsla
1 x aðgangur að heilsulindinni
Fyrirspurnarform

Yoga og slökun í Tossa de Mar - Ný ferð!

Tossa de Mar

Frá kr.0 / á mann í 7 nætur
Ends in 14hrs 53mins
Aðrir flugtímar