Yfirlit

Ferðatímabil

Flogið er út þriðjudaginn 23. október og heim fimmtudaginn 25. október. Flogið er til London Stansted þann 23. október klukkan 12:05 og heim þann 25. október klukkan 17:20 með WOW air. 
 
Hvernig bóka ég þessa ferð?
Til að bóka þessa ferð þá er bókunarhnappur hægra megin á síðunni. Þú smellir á hann og fylgir næstu skrefum.
 
Grunnpakkinn inniheldur flug, gisting í 2 nætur og miða á tónleika.
 
Ef WOW Air flug er valið til London þá fylgir 20 kg ferðataska með hverjum farþega. 
 
Ferð til og frá flugvelli
Frá London Stansted er fljótlegast að taka Stansted Express lestina annað hvort á Tottenham Hale, ferðatími 36 mín, eða London Liverpool Street, ferðatími 47 mínútur. Þaðan má svo finna tengingar við aðrar lestar á hótelið. Svo er auðvita hægt að taka leigubíl frá Tottenham Hale eða London Liverpool Street.
 
Það er um að gera að skoða leiðina á Google Maps fyrir brottför.
 
Hótel
Gist er á 4* hóteli Holiday Inn Kensington Forum í tvær nætur með morgunverði, tvíbýli.
 
Tónleikar
Tónleikar U2 í O2 Arena höllinni fara fram þann 24. október. Þetta eru VIP-miðar í sæti (block 102). Þessum miðum fylgir aðgangur að American Express Lounge í O2 Arena.
 
O2 Arena
Best er að taka neðanjarðarlestina á tónleikana en næsta stöð við tónleikahöllina O2 Arena er North Greenwich en sú lestarstöð er á Jubilee-línunni. 
 
Kortalán/ Netgíró / Pei
Kortalán Valitors gerir Gaman Ferðum kleift að bjóða korthöfum einfalda og örugga greiðsludreifingu við kaup á ferðum hjá okkur. Greiðsluskipting vegna ferðakaupa getur verið í 3 til 12 mánuði og eru vextir breytilegir. Hámarksheimildir miðast við úttektarheimild, skuldastöðu, aldur og viðskiptasögu korthafa. Hafðu samband í síma 560-2000 eða sendu póst á gaman@gaman.is ef þú hefur áhuga á því borga ferðina með kortaláni, Pei eða með Netgíró.
 

Hvað er innifalið

  • Flug
  • Gisting í 2 nætur
  • Miði á tónleika
  • 20 kg ferðataska (bara WOW air)

 

Frá 139.900 kr. á mann

Miðvikudaginn 24. október verður U2 með tónleika í O2 Arena í London. Við hér hjá Gaman Ferðum náðum í nokkra VIP miða á þessa og verðum að sjálfsögðu með ferð á þessa flottu tónleika. Tónleikarnir fara fram í The O2-höllinni í London.

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

560 2000

Aðrir áhugaverðir kostir