Yfirlit

Ferðatímabil
Laugardagurinn 26. maí til mánudagsins 28. maí. 
 
Hvernig bóka ég þessa ferð?
Til að bóka þessa ferð þá er leitarform hægra megin á síðunni. Þar getur þú valið um fjölda herbergja, fjölda gesta og hvort þú vilt morgunverð. Eftir að smellt hefur verið á leitarhnappinn er sýnd leitarniðurstaða. Leitarniðurstaðan sýnir valin hótel og flug. Flogið er til London. Við bjóðum upp á 3* eða 4* hótel miðsvæðis í Liverpool. 
 
Grunnpakkinn inniheldur flug, gisting í 2 nætur og miða á bardagann.
 
Athugið að velja morgunflug út og kvöldflug heim.
 
Ferð til og frá flugvelli
Frá London Gatwick er fljótlegast að taka Gatwick Express lestina á Victoria-stöðina í miðborg London, ferðatími um 30-35 mínútur. Frá Victoria-stöðinni er farið með Victoria-línunni að Euston lestarstöðinni. Frá Euston lestarstöðinni fara lestir til Liverpool. 
 
Frá London Stansted er fljótlegast að taka Stansted Express lestina annað hvort á Tottenham Hale, ferðatími 36 mín, eða London Liverpool Street, ferðatími 47 mínútur. Frá Tottenham Hale er farið með Victoria-línunni að Euston lestarstöðinni. Frá Liverpool Street er farið yfir á Moorgate lestastöðina og þaðan tekin Northen-línan að Euston. Frá Euston lestarstöðinni fara lestir til Liverpool
 
Það er um að gera að skoða leiðina á Google Maps fyrir brottför.
 
ATH. Lestarferð til og frá Liverpool er ekki innifalin í verði. Hægt er að skoða lestarferðir til Liverpool á www.trainline.com en best er að fara frá London Euston lestarstöðinni á Liverpool Lime lestarstöðina. 
 
Bardaginn
Þetta er í fyrsta skipti sem UFC bardagar fara fram í Liverpool. Bardaginn fer fram þann 27. maí í Liverpool Echo Arena.

Aðalbardagar kvöldsins eru:
Stephen 'Wonderboy' Thompson vs Darren 'The Gorilla' Till
Aoutneil 'Neil' Magny vs Gunnar Nelson
 
Miðarnir eru í Lower Tier í Echo Arena. 
Miðarnir á bardagann eru afhentir á hóteli við komu eða sendir með tölvupóstur stuttu fyrir brottför.
 
Kortalán / Netgíró / Pei
Kortalán Valitors gerir Gaman Ferðum kleift að bjóða korthöfum einfalda og örugga greiðsludreifingu við kaup á ferðum hjá okkur. Greiðsluskipting vegna ferðakaupa getur verið í 3 til 12 mánuði og eru vextir breytilegir. Hámarksheimildir miðast við úttektarheimild, skuldastöðu, aldur og viðskiptasögu korthafa. Hafðu samband í síma 560-2000 eða sendu póst á gaman@gaman.is ef þú hefur áhuga á því borga ferðina með kortaláni eða Netgíró.

Hvað er innifalið

  • Flug til og frá London
  • 20 kg taska
  • Gisting í tvær nætur
  • Miði á bardagann

Frá 129.900 kr. á mann

Við hjá Gaman Ferðum náðum að tryggja okkur miða á bardagann hjá Gunnari í Liverpool þann 27. maí.  Þetta er í fyrsta skipti sem UFC bardagar fara fram í Liverpool. Komdu með og upplifðu einstaka skemmtun beint í æð. Þetta verður bara GAMAN! 

Hafðu samband

Bókaðu núna til að tryggja besta verðið

Aðrir áhugaverðir kostir