Um Gaman Ferðir

Eigendur Gaman Ferða eru Þór Bæring Ólafsson, Bragi Hinrik Magnússon og WOW air. Við (Þór og Bragi) höfum verið í ferðaþjónustu síðan árið 2003 en þá stofnuðu við ferðaskrifstofuna Markmenn sem sérhæfði sig í íþróttaferðum og árshátíðarferðum. Árið 2005 keypti svo Iceland Express ferðaskrifstofuna Markmenn og fylgdum við með í kaupunum. Í kjölfarið breyttist nafnið í Express Ferðir. Árið 2007 sögðum við skilið við Express Ferðir eftir skemmtileg tvö ár. Þá fórum við í það mennta okkur aðeins meira sem er alltaf gott.
 
Í ársbyrjun 2012 tókum við þá ákvörðun að nú væri okkar tími kominn á ný í ferðaþjónustunni og stofnuðum fyrirtækið Gaman ehf en helsta hlutverk þess fyrirtækis er að reka ferðaskrifstofuna Gaman Ferðir. Í framhaldinu gerðum við samstarfssamning við WOW air en þeir hafa verið frá upphafi okkar helstu samstarfsaðilar. Í april 2015 keypti svo WOW air hlut í Gaman Ferðum. Fyrsta skrifstofa Gaman Ferða var við eldhúsborðið heima hjá Þór en það hefur heldur betur breyst. Nú höfum við starfað í sex ár og hefur fyrirtækið stækkað ótrúlega hratt og framboð ferða aukist mikið. Í dag er hægt að finna ferðir fyrir nánast alla hjá Gaman Ferðum. Sumarið 2016 opnuðum við svo innanlandsdeild Gaman Ferða undir merkjum Gaman Travel. Í dag starfa 16 frábærir starfsmenn hjá Gaman Ferðum. Þetta ævintýri er sem sagt rétt að byrja.
 

 

Starfsmenn Gaman Ferða